föstudagur, 10. júlí 2009

Verð á spurningaspilum

Ég get bara ekki orða bundist. Ég og mín fjölskylda vorum á leiðinni upp í sumarbústað og hafa það náðugt. Við komum við í bókabúð (Eymundsson) til að kaupa spil til að hafa með okkur. Mín elsta var spennt fyrir "Trivial Pursuit - stelpur á móti strákum" og ég ætlaði að láta það eftir henni en rak í rogastans þegar ég sá verðið. 6995 krónur, takk fyrir, fyrir 100 spurningaspjöld (sem eru þá líklega 600 spurningar) og tvo teninga. Í sömu hillu var annað spurningaspil, Spurt að leikslokum. Það kostaði 3990 krónur og er með nýjum spurningum og þær eru 1620 samtals. Við keyptum það og vorum flest mjög ánægð með það. Ef hægt er að selja svona svipað spil á þessu verði, hvernig getur þá staðið á því að Stelpur á móti strákum er svona miklu dýrara?
kv.
Sigrún

2 ummæli:

  1. Það getur verið svona miklu dýrara vegna þess að það eru svo fáir eins og Sigrún.
    Þér fannst spilið og dýrt og þess vegna keyptir þú það ekki. Ég efast ekki um að þú hafir haft efni á því, að þig hefði líklega ekki munað um það í raun, en þú hefur verðskyn og ert laus við snobb og það er gott. Þú ert heldur ekki hrædd við almenningsálit frá fólki sem þú þekkir hvort eð er ekkert, sem er fágætur eiginleiki.

    Það er fallegt að sjá að sífellt fleiri eru að sleppa því að kaupa okrið. Maður var orðinn svo þreyttur á að lesa sögur frá fólki sem keypti eitthvað dýrt og bloggaði síðan um það í hneykslan. Því það er ekkert til sem heitir okur ef fólk kaupir það.

    Við værum ekki í þessum skít ef allir væru líkt þenkjandi og Sigrún.

    Björn I

    SvaraEyða
  2. Lagar bara að benda á N1 er þú átt punkta þar þá er þetta spil á 2990 kr. http://www.n1.is/thjonustustodvar/safnkort/safnkortstilbod/

    SvaraEyða