Var að hringja út og kanna með verð á afturhjólalegu (með pakkdósum) í gamlan Subaru Legacy (1997).
AB varahlutir virðast vera ódýrastir. Þar fæst settið hjá á 12.988,- Til viðbótar bjóða þeir 12% afslátt ef maður er með dælulykil frá Atlandsolíu. Verðið fer þá niður í 11.429,-
N1 voru næst ódýrastir með legusettið á 14.990,-
Stilling kom næst með 15.568,-
Fálkinn kom næstur með 17.101,-
Og að sjálfsögðu var umboðið með rugl verð, kr. 22.900,- eða næstum því 100% dýrara en þar sem varan er ódýrust.
Ég kaupi alveg að “orginal” hlutur sé eitthvað dýrari, en að verðmunurinn sé svona mikill er auðvitað rugl.
Kv.
Snorri, Hvanneyri
Engin ummæli:
Skrifa ummæli