Í framhaldi af umjöllun um verð á bleium datt mér í hug að senda þér línu.
Ég er móðir 2ja ára drengs og vildi skipta yfir í taubleiur vegna þess hve verð á einnota bleium hér á Íslandi var óheyrilega hátt og fór sí hækkandi.
Þegar ég fór út í búð til að kaupa bleiurnar fékk ég sjokk vegna þess að eitt stykki kostaði minnst 3.600 kr. þannig að 10 bleiur myndu kosta a.m.k. 36.000 kr. Ef maður keypti small, medium og large eftir því sem barnið stækkaði yrði það 108.000 kr. lágmark. Þar sem ég vinn sem leikskólakennari og er auk þess í námi var þetta full stór biti fyrir mig.
Ég ákvað því að láta framleiða fyrir mig og bjóða öðrum til sölu í leiðinni einnar stærðar vasableiur sem duga frá fæðingu þar til bleiutímabilinu lýkur. Útkoman varð taubleiurnar Álfaliljur sem hafa reynst vel. Þær kosta 2500 kr. stk. og fylgja tvö innlegg með. Tíu bleiur kosta 23.500 kr. Einnig flyt ég inn fleiri tegundir af bleium sem eru ódýrari og hafa einnig reynst vel.
Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni minni:
www.tamezonline.com (hérna er blanda af íslensku og ensku vegna þess að erlenda forritið ræður ekki vel við íslenska stafi.)
http://alfaliljur.web.is (þetta er ókeypis vefsíða og því takmörkuð, ég mundi þurfa að borga a.m.k. kr.10.000 mánaðarlega fyrir síðuna auk gjalda, til að hafa fleiri greiðslumöguleika og spurning hvað ég þyrfti að leggja mikið á bleiurnar í viðbót til að halda úti slíkri síðu).
Mitt aðal markmið er að halda verðinu eins lágu og mögulegt er.
Mér datt í hug að það væri gott að láta fólk vita að til eru ódýrari lausnir og að hærra verð er ekki alltaf ávísun á meiri gæði.
B.K.
Tamila Gámez Garcell
Fyrst að við erum með auglýsingar í gangi hérna inni núna, þá ætla ég að láta vita af því að það eru fleiri hagstæðar og ódýrar taubleiutegundir til en einungis þessi. ;)
SvaraEyðaÉg vill endilega benda á www.natturuleg.net/taubleiur/hvar-fast-taubleiur
En taubleiur eru góður kostur til þess að spara. :)
Kveðja,
Sigrún, Perlur og gjafavörur ehf.
www.perlur.is/ bráðum einnig www.barnavorur.is
Mér finnst ekki dýrt að borga 50-100 þúsund fyrir bleiur sem duga barninu þangað til það hættir að nota bleiur, sem er að meðaltali um 2,5 ára aldurinn. Venjulegar bleiur kosta um 250 þúsund kr. á ári að meðaltali. ÞAÐ ER OKUR og auk þess rosalega slæmt fyrir umhverfið og fyrir litla bossa.
SvaraEyðaKv.
Ásta