laugardagur, 4. júlí 2009

Röng verðmerking á Booztbar

Mig langaði til að deila miður skemmtilegri Boozt reynslu minni.
Ég fór í gær á Booztbarinn í N1 Borgartúni og ætlaði að fá mér tilboð sem samanstendur af litlu Boozti og hafraklatta.
Þetta tilboð hefur verið í gangi í nokkurn tíma en þegar ég kom á staðinn var búið að prenta út blað með nýju "tilboði" sem er 100 kr hærra (allt Boozt hafði einnig hækkað um 100kr).
Það sem ég tók þó strax eftir var að gamla tilboðsauglýsingin hékk enn uppi með gamla verðinu 695kr fyrir Boozt og hafraklatta í stað 795 á útprentuðu auglýsingunni.
Ég benti á tilboðið og sagði afgreiðslustúlkunni að ég vildi fá þetta tilboð. Hún sagði mér þá að verðið hefði hækkað og tilboðið breyst.
Ég benti henni þá góðfúslega á þá staðreynd að samkvæmt Neytendalögunum ætti ég rétt á Booztinu á því verði sem var fyrir framan mig.
Hún sagði að það skipti engu máli, hærra verðið gilti og þau ættu eftir að taka hitt tilboðið niður.
Undir venjulegum kringumstæðum hefði ég staðið og rökrætt en þar sem hádegishléið mitt var nærri búið, sem og alls fólksins í röðinni fyrir aftan mig, lét ég mig hafa það og greiddi fyrir herlegheitin.
Ég er búin að leita að upplýsingum um eigendur Booztbarsins þar sem ég vil benda þeim á miður góða viðskiptahætti en hef ekki fundið.
Ef einhver býr yfir þeim upplýsingum þætti mér vænt um ef viðkomandi skrifaði þær í athugasemdirnar.
Elín

4 ummæli:

  1. Sér maður ekki kt. hjá fyrirtækinu á nótinu svo getur bara flett henni upp í fyrirtækjaskrá og sérð hver er skráður fyrir henni og finnur símanúmer og e-mail.

    SvaraEyða
  2. Ofsalega finnst mér svona sögur skrítnar. Ég hef aldrei skilið fólk sem kaupir eitthvað sem því finnst dýrt og fer svo og bloggar um það.

    Það er ekki okur ef þú kaupir hlutinn!

    Björn I

    SvaraEyða
  3. Það er fínt ef fólk vekur athygli á því öðrum víti til varnaðar ekki satt?

    SvaraEyða