mánudagur, 20. júlí 2009

Jói Fel bakari

Ég fór um daginn í bakaríið jóa Fel í smáralindinni og ætlaði að fá mér samloku þar og þegar ég var búin að biðja um það spyr afgr. Stúlkan mig hvort ég ætli að taka matinn með eða borða hann hjá þeim og svara ég henni að ég ætli að borða inni hjá þeim, þá segir hún mér að það kosti aukalega, hætti ég snarlega við þetta, nógu dýrt fannst mér það sem ég sá hjá þeim í borðinu.
En að rukka aukalega fyrir að fá að setjast inn til þeirra að snæða matinn þeirra finnst mér OKUR!!!
Kv. Smári

3 ummæli:

  1. Mér finnst alltílagi að fá afslátt fyrir að taka með í stað borða inni. Þá er náttúrulega verslunin/bakaríið að spara þrif og annað.

    En þegar verslun er með verð sem eru algjörlega útur kortinu (eins og Jói Fel) finnst mér lélegt að rukka aukalega fyrir að borða á staðnum.

    Afsláttur og aðrar ívilnanir fyrir að taka með en að rukka aukalega fyrir að sitja og borða er bull.

    SvaraEyða
  2. Jói Fel,Bakarameistarinn og Mosfellsbakarí eru nú ekkert betri bakarí en önnur eins og t.d. Reynir Bakari(Hamraborg og Dalvegi Kópavogi) eða Kökuhornið(Bæjarlind Kópavogi) sem eru umtalsvert lægri í verði. Svo get ég líka lagt inn mjög gott orð fyrir kökur og tertur(s.s. marsipanbók) sem Reynir býður upp á. Eru mjög góðar og á sanngjörnu verði og almennt frábær þjónusta hjá honum.

    SvaraEyða
  3. Alveg sammála því að okurbúlla eins og Jói Fel eigi ekki að taka aukalega fyrir að borða á staðnum. Ég hefði bara sagst ætla taka þetta með og tyllt mér svo og borðað samlokuna á staðnum og með því láta vita að maður líður ekki svona rugl! Fyrir utan það að versla bara ekkert við Jóa Fel...

    SvaraEyða