miðvikudagur, 1. júlí 2009

Dýr skoðun í Bílabúð Benna

Mig langaði að benda á okur hjá BílaBúð Benna. Ég fór með bílinn minn
(ársgamall smábíll) í reglubundna þjónustuskoðun, sem samkvæmt þeim ég á
að mæta í á ársfresti. Þegar ég skila inn bílnum sé ég að gjaldið fyrir að
fara með bílinn í þessa skoðun er 19.900kr og svo stóð á sama lista
3.400kr í smurgjald. Þannig ég bjóst við reikning upp á ca 25þús þegar ég
sækji bílinn. En nei reikningurinn hljómaði upp á 40þús ! Ekkert var að
bílnum, þetta var bara eftirlit og smurning, skipt var um olíusíu og
loftsíu.
Þannig mér er spurn, geta þeir skikkað mann í að mæta á ársfresti í þessa
skoðun og borga greinilega 40þús í lágmarksgjald, þegar hægt er að fara
annað miklu ódýrara (Ein sem fór nýlega með bílinn í sambærilega skoðun
annað borgaði 15þús í heildina). Eða er nóg að fara í skoðun þegar
límmiðin segir til.
kv, Vala

4 ummæli:

  1. Ekki blanda saman þjónustuskoðun og aðalskoðun. Mér finnst þetta nú bara vel sloppið. Þurfti sjálfur að borga fyrir að vísu 11 ára gamall bíll yfir 80.þús síðast í apríl(aðalskoðun innifalin því þeir sjá um að fara með bílinn fyrir mann í aðalskoðun sem er beint á móti) og ekki í fyrsta skipti sem þetta kostaði svo mikið held annað skiptið.

    En persónulega mæli ég ekki með umboðunum enda bíllinn min skoðaður hjá Topp og ég mæli rosalega vel með Toppi.

    Þetta er bara hluti af því að halda verðgildi bíls við og fyrirbyggja það að þú þurfir að eyða enn meiru í óþarfa viðgerðir vegna kæruleysis. Vinnan við þetta ætti að vera svona 60% af kostnaðinum myndi ég ætla. Ef ég kynni þetta myndi ég gera þetta sjálfur en þar sem ég er algjör hálfviti með bíla þá læt ég fagmenn um þetta.

    Og að lokum get ég sagt þér að það er ekkert ódýrar að láta framkvæma sömu skoðun hjá Toyota umboðinu(mamma er með Corollu).

    SvaraEyða
  2. Ef þú ætlar að eiga þennan bíl í 6 ár+ þá skalltu bara fara þangað sem er ódýrast... það hefur engin TELJANDI áhrif á endursöluverðið að hafa farið á annað viðurkennt verkstæði með bílinn í það eftirlit sem hann þarf á að halda.

    Umboðið eru með dýrurstu varahluti sem þú getur fengið... allt orginal (eða þeir allavega seljsa sem orginal) síur, rúðuþurrkur og bremsuklossa svo dæmið sé tekið...

    Farðu bara með hann í smurningu eins og þjónustubókin segir til um og þeir gera allt sem á að gera... ef það þarf að skipta um eitthvað sem smurstöðin gerir ekki þá getur þú farið með hann á verkstæði og gert það þar fyrir brot af því sem umboðin rukka.

    SvaraEyða
  3. Einar Sigurjónsson24. maí 2010 kl. 11:36

    Það fer enginn heilvita maður með bílinn sinn til service hjá þessum bílaumboðum. Það er jafngott að fara á viðurkennt verkstæði og jafnvel bílskúrsverkstæði til að láta skoða bílinn, eða tékka hann, sem það er kallað og það kostar ekki nema brot af því sem umboðin taka og er jafngott, eða betra.

    SvaraEyða
  4. ef þú ferð ekki í þjónustuskoðun með nýja bíla þá dettur hann úr ábyrgð. Þú gætir verið að fyrirgera rétti um lagfæringu á verksmiðjugalla sem kemur ekki í ljós fyrr en mörgum árum seinna

    SvaraEyða