laugardagur, 4. júlí 2009

Njálgur - meðferð - lyf - rááándýrt!

Að fá sníkjudýr í heimsókn er ekkert djók. Bara fáranlega dýrt. Dóttir mín fékk
Njálg ekkert fyrir svo löngu og þurftum við fjölskyldan á tilheyrandi meðferð
að halda. Meðferðin sem slík eru töflur, mismargar eftir þyngd hvers og eins.
Við erum 5 í fjölskyldu og þurftum við á 24 töflum samtals. í boði var í
apóteki Vanquin 32 töflur í pakka á 8.091 kr. Lyfið þarf að taka að nýju eftir
14 daga svo sníkjudýrirð fari ekki aftur á kreik. Meðferðin sem slík er á
16.182 Kr.

En
Ef ég hef samband við lækni og hann gefir mér grænt ljós á að fá lyfseðilsylda
lyfið Vermox þá tekur maður eina töflu per mann. 6 töflur af Vermox er á 1.310
kr þá kostar 14. daga meðferðin 2.620 kr.
Fáránlegur mismunur því þetta er meðferð fyrir alla fjölskylduna og aðra sem
eru í næturgistingu á heimilinu.
Apótekið sem ég leitaði til er Lyfja

Tekið af www.lyfja.is
Vermox 6 stk 1.310 kr.
Mebendazól, virka efnið í Vermox, er breiðvirkt ormalyf og er það t.d. notað
við njálg. Það eyðir ormunum með því að trufla meltingarstarfsemi þeirra og
hefur auk þess áhrif á þroska eggja. Njálgur er lítill innyflaormur og er
algengasta sníkjudýr hjá börnum og fullorðnum í löndum með svipað veðurfar og
hjá okkur. Smitun verður á þann hátt að egg berst frá smituðum einstaklingi og
í munn annars. Eggin klekjast fljótt út í meltingarfærunum og dýrin ná fullum
þroska í neðri hluta þarmanna á 2-6 vikum. Kvendýrin skríða síðan út úr
endaþarminum, oftast að næturlagi og verpa eggjum sínum í húðfellingar og festa
þau þar með límkenndu efni. Hreyfingar ormanna og límið sem þeir festa eggin
með valda kláða. Ekki er með vissu vitað til þess að njálgur valdi öðrum
óþægindum en kláða og margir þeirra sem ganga með njálg hafa engin einkenni.
Spóluormasýking, bandormasýking og sullaveiki eru mjög sjaldgæfar hér á landi
en þessar sýkingar verða vanalega þegar menn umgangast sýkt dýr.

Vanquin 32 stk 8.091 kr.
Vanquin er notað gegn njálg. Njálgur er lítill innyflaormur og er algengasta
sníkjudýr hjá börnum og fullorðnum í löndum með svipað veðurfar og hjá okkur.
Smitun verður á þann hátt að egg berst frá smituðum einstaklingi og í munn
annars. Eggin klekjast fljótt út í meltingarfærunum og dýrin ná fullum þroska í
neðri hluta þarmanna á 2-6 vikum. Kvendýrin skríða síðan út úr endaþarminum,
oftast að næturlagi og verpa eggjum sínum í húðfellingar og festa þau þar með
límkenndu efni. Hreyfingar ormanna og límið sem þeir festa eggin með valda
kláða. Ekki er með vissu vitað til þess að njálgur valdi öðrum óþægindum en
kláða og margir þeirra sem ganga með njálg hafa engin einkenni. Pýrvín, virka
efni lyfsins, drepur sjálfan njálginn en ekki egg Hans. Þess vegna er ekki
nægilegt að taka lyfið einu sinni heldur þarf að endurtaka meðferðina að 14
dögum liðnum. æskilegast er að allir fjölskyldumeðlimir gangist undir
lyfjameðferð.

Kv. Notandi

2 ummæli:

  1. Þetta er svona í öllum apótekum. Það er ekkert sem segir að mismunandi lyf eigi að kosta það sama þó að þau séu við sama sjúkdómi. Það er í þessu tilfelli einfaldlega miklu ódýrara að fá lyfseðil fyrir vermox

    SvaraEyða
  2. það stendur í öllum fréttum og öllu að það sé létt að losna við njálg það er það bara ekki

    SvaraEyða