Mig langar ótrúlega að koma óánægju minni á framfæri. Þar sem að mamma mín fór með bróðir minn í fermingarmyndatöku hjá Mynd í hafnarfirði ákvað hún að taka son minn með og láta taka nokkrar myndir af honum. Eftir því sem ég best veit borgaði hún rúmlega 40.000 krónur fyrir verkið. Svo í dag átti ég að fara með þessar myndir og fá stækkun á tveim myndum af bróður mínum og langaði mig líka að láta framkalla eina mynd af syni mínum á striga sem er ekki frá sögu færandi nema hvað að strigaprentum 30x40 cm kostar litlar 14.250 krónur hjá þeim og ég spyr eins og bjáni gerið þið þetta sjálf..."nei nei við látum gera þetta fyrir okkur" er svarið sem ég fékk. Ég með sárt ennið á ekki fyrir svona dýrri mynd fer og hringi í Hans Petersen og spyr hvort þau geti skannað inn mynd og prentað á striga? svar" já já það erekkert mál!" og ég spyr þá hvað mynd af stærðinni 30x40 kosti og hún svara 5.900 kr komin á ramma!!!! Ok ég segi henni þá að ég komi með myndina en þá spyr hún "er myndin nokkuð tekin af ljósmyndara?" Og ég auðvita svara "Já!" "ok þá verður þú að fá leyfi hjá honum til að gera endurprentun!!!" Ég spyr þá "veistu hvort að ljósmyndarinn í Mynd í Hafnarfirði hafi gefið leyfi fyrir slíku" Svarið var "nei nei hann leyfir það pottþétt ekki!!!
Hvernig getur það verið ásættanlegt að borga 8.350 kr meira fyrir mynd í Mynd heldur en Hans Petersen???? Ég er svo fúl að ég ætla ekki einu sinni að hengja þessar myndir upp þar sem fólk sér þær... ég tek mynd sjálf og læt prenta hana á striga fyrir 5.900 kr!!!
Mæli hins vegar vel með gamanmyndum í Kópavogi þar eru sanngjarnir aðilar á ferðinni! ;)
Takk fyrir frábæra síðu!
Kveðja,
Ásdís Jóhannesdóttir
Hæ,
SvaraEyðaHefði nú haldið að þú ættir þessa mynd þar sem þú ert búin að borga 40þús fyrir myndirnar sem teknar voru. Svo er náttúrulega bara að svara "Nej" við spurnigu Hans Petersen. Hvernig eiga þeir að vita hvort myndin er tekin af ljósmyndara eða ekki, sjá kannski gæðin á myndinni þannig að þú getur bara sagt að vinur þinn sem er áhugaljósmyndari hafi tekið myndina og þá er málið leyst :)
Ef þú ferð til ljósmyndara og hann tekur mynd af þér þá á hann höfundarréttinn á henni, nema að þú borgir sérstaklega fyrir hann.
SvaraEyðaHvaða máli skiptir það? Myndi gæinn í Hans Petersem bara neita að prenta myndina ef hann væri beðinn um það? Pfff...
SvaraEyðaMyndir þú keyra fullur og á spítti þótt það sé engin lögga nálægt?
SvaraEyðaAlveg jafn ólöglegt
áhugaljósmyndarar og atvinnuljósmyndarar eru ekki alveg sambærilegir hvað þetta varðar því miður.
SvaraEyðaHans Petersen (sem og önnur framköllunarfyrirtæki) hafa ekki rétt til þess að prenta út myndir sem eru teknar á pro stofum.
Þetta fer allt eftir því hvað er samið um. Eðlilegast væri að spyrja ljósmyndarann um málið.
SvaraEyðaOrð starfsfólks Hans Petersen um málið eru spekúleringar.