laugardagur, 4. júlí 2009

Tilboðin hjá Subways

Bátur mánaðarins á Subway er Grænmetissæla. "Tilboðsverðið" á 12 tommu bát er að venju 698 kr sem er því miður ekki mjög gott tilboð þar sem báturinn kostar venjulega 699 kr. Þetta þýðir að tilboð mánaðarins "sparar" manni eina krónu.
AFL

7 ummæli:

  1. Tilboðin hjá þeim eru hugsuð fyrir 6" báta. Nú er t.d. lítill grænmetisbátur á 349 kr en er venjulega á 419, svo þú sparar 70 kall. Grænmetisbáturinn er hvort er sá ódýrasti svo þú sparar minnst þegar hann er á tilboði. Oft munar þetta kannski 100 kalli. Hinsvegar er eiginlega ekkert á þessu að græða á 12" báti svo fólk verður bara að borða minna.

    SvaraEyða
  2. Eða hætta að versla við Subway því það er fáránlega dýrt m.v. magn og gæði.

    SvaraEyða
  3. "...svo fólk verður bara að borða minna..." -ég held að það sé ekki markmiðið hjá fólki sem kemur á Subway og vill kaupa sér mat á tilboði. Þetta væri eins og að tilboðið á Megaviku hjá Domino's borgaði sig ekki nema að maður keypti hálfa pizzu, það væri út í hött...

    Hentugra væri fyrir neytandann ef tilboð mánaðarins hjá Subway væri 100-200 króna afsláttur á 12" bát en ekki ætíð sama verð sama hvaða bátur er keyptur, hvort sem hann inniheldur kjöt og grænmeti eða grænmeti og ekkert annað.

    P.s. Í fyrra var bátur mánaðarins grænmetissæla einn mánuðinn en þá var hann dýrari en hann kostaði venjulega enda ódýrasti báturinn, svo fólk var í rauninni að tapa pening með því að kaupa bát mánaðarins á "tilboði". Maður þurfti að biðja um stóran bát "á gamla verðinu" en ekki bát á "tilboðsverði"...

    SvaraEyða
  4. Tilboðið er ekki auglýst nema fyrir 6-tommurnar, en umreiknast sjálkrafa yfir á 12-tommurnar (sem í þessu tilfelli er sáralitið tilboð), þar sem þeir i raun selja tvo litla en ekki einn stóran þar sem það er hagstæðara fyrir kúnnann. Sé ekkert hér til að nöldra yfir þar sem þeir eru ekkert að auglýsa tilboð á 12" bát..

    SvaraEyða
  5. Við verðum þá bara að fara að ráðum okursíðunnar og borða minna...

    SvaraEyða
  6. Subway er snilldarstaður, hollasti skyndibitinn.

    Fólk sér ekki jákvæða punktana, þegar aðrir veitingastaðir hækkuðu verðin hjá sér þá var subway alltaf með sama laga verðið.

    Hef allavega bara gott um hann að segja.

    SvaraEyða
  7. Klárlega ekki sama lága verðið, Subway hækkaði alla bátana og t.d. bát mánaðarins um 50 kr.

    SvaraEyða