þriðjudagur, 21. júlí 2009

Vaxtaokur Kreditkorta

Góðan daginn,
mig langaði að vekja athygli á okurvöxtum sem eru á veltukortum útgefnum af Kreditkortum hf.
Á meðan kaupþing er með 15.6% vexti á sínum (gull)veltukortum og hafa lækkað verulega síðan stýrivextir fóru að lækka, virðist kreditkort hf hafa ákveðið að hirða mismuninn sjálfir og bjóða almúganum uppá 20% vexti. Þeir vextir voru endurskoðaðir og lækkaðir úr 22.5% hjá þeim 15.júní og stendur ekki til að lækka þá meira. Þess má einnig geta að dráttarvextir hjá þeim eru lægri en þeir venjulegu eða 19% (enda ákveðnir af seðlabankanum). Og einsog það væri ekki nóg þá rukka þeir sérstaklega fyrir það ef maður hringir í þjónustuverið og biður um stöðu korts, eða spyrja útí færslu þá ertu rukkaður fyrir 105 krónur á kortið þitt og greiðir símtalið líka. Þannig vextirnir standa greinilega ekki undir þeim kostnaði, líklegast fara þeir allir í vasann eða uppí útrásarskuldir, hver veit? Langaði bara vara fólk við þessu. Því munurinn á vöxtum á 500þ króna skuld hjá kaupþingi og kredidkortum hf er 22.500 krónur á ári. Mér finnst ótrúlegt að fyrirtæki skuli gera þetta við vaxtapínda þjóð. Ég óskaði eftir lægri vöxtum og spurði þá hvort þetta væri nokkuð prentvilla á síðunni þeirra, svarið sem ég fékk var: "þeir eru svo sannarlega 20% og það er ekki í boði að lækka vexti fyrir bara einn einstakling." - Þannig kannski lækka þeir ef nógu margir kvarta, eða að næg athygli á málinu sé vakin?

Heimildir:
http://kreditkort.is/einstaklingar/gjaldskra/vextir/
http://kreditkort.is/einstaklingar/gjaldskra/nr/163
http://www.kaupthing.is/?pageid=292

kv. Nafnlaus.

2 ummæli:

  1. Já og 0% vextir á engri skuld!!!!!!!

    SvaraEyða
  2. Sumir skulda af illri nauðsyn ...

    Ég get líka við þetta bætt að vextir hjá Landsbankanum á veltukortum eru nú 14.5%, það mundar svoltið miklu á þeim og þessum 20%.
    Ég myndi persónulega hætta í viðskiptum við þetta fyrirtæki.

    SvaraEyða