Mátti til með að láta þig vita af raunum mínum, ekki stórvægilegum en svolítið kjánalegum.
Er á leið til Evrópu og ákvað að kaupa Evrur. Keypti 1000 stk af þeim í Íslandsbanka og þegar heim var komið rak ég augun í að sölugengi Íslandsbanka á Evrum var annað á heimasíðu en á viðskiptakvittun. 178 kr á heimasíðunni en 182 kr á kvittun. Hringdi í þjónustuver og spurði hverju sætti. Fékk þau svör að 182 kr væri sölugengi seðla eða seðlagengi. Ástæða þess að ég keypti evrur var til að greiða minna fyrir evruna en ef ég notaði VISA því gengi gjaldmiðla hjá þeirri stofnun er hærra en sölugengi bankanna á gjaldeyri. En viti menn. Visa gengið er 181 kr. og er því lægra en þetta sölugengi seðla. Sparnaðurinn sem átti að felast í fyrirhöfninni, 4.000 kr, varð því að 1.000 kr útgjaldaauka. Skemmtilegt.
Kveðja
Eiður Arnarsson
Jóhannes Gunnarsson hjá Neytendasamtökunum er búinn að benda á þetta og koma þeim tilmælum til bankana að fyrsta gengið sem maður sjái á forsíðunni á heimsíðum þeirra sé seðlagengið en ekki miðgengið.
SvaraEyðaÞú borgar alltaf þóknun við úttekt á erlendum gjaldmiðlum bæði á debet-og kreditkortum. Svo að þannig séð eru engin "aukaútgjöld" á þessu hjá þér
SvaraEyðaGetur ekki verið að þú hafir verið að skoða almennt gengi á heimasíðunni í staðin fyrir seðlagengi. Seðlagengið er alltaf mun hærra hjá öllum bönkunum
SvaraEyða