mánudagur, 6. júlí 2009

Bónus taki á sig gengislækkun

Ég er nýlega búinn að eignast tvíbura og hef því þurft að kaupa þurrmjólk til að gefa börnunum. Ég versla oftast í Bónus og þegar ég byrjaði að kaupa þessa þurrmjólk, c.a. 15. júní, kostaði 450 gr. dós af SMA Gold þurrmjólk, 496 kr. þar af leiðandi kostuðu 2 dósir(900 gr.) 992 kr. En svo fóru að koma 900 gr. dósir í hillur Bónus og viti menn....magnafslátturinn var þannig, að sú dós kostar 1.598 kr. Þetta er bara fáránlega siðlaust og finnst mér að þeir ættu nú að taka eitthvað af þessari hækkun á sig, því þeir eiga sinn þátt í því að gengið, sem þeir fela sig eflaust á bakvið, sé hrunið.
Kveðja,
Eiríkur

1 ummæli:

  1. Þetta dæmi er alveg út í hött. Þeim var bannað með úrskurði frá samkeppniseftirlitinu að borga með vörum/vöruflokkum þ.e. selja undir kostnaðarverði eins og barnavörur sem þeir hafa gert til þess að lokka barnafólk í verslunina.

    Þannig að þessi hækkun er fullkomlega eðlileg. Og að þeir(þótt þeir eigi sinn þátt í hruninu) fari að taka þátt í þessu með því að taka á sig hluta af genginu náttúrulega gengur ekki upp samkvæmt þessum úrskurði og í öðru lagi eru draumórar lengst upp í klafaskýjum.

    SvaraEyða