þriðjudagur, 21. júlí 2009

Sambíóin - Ekki 500 á þriðjudögum á 3D

Sambíóin - Allar myndir á 500 á þriðjudögum

Þar síðasta þriðjudag fórum við tvö með 9 ára strák á Ice Age 3D í Sambíóin Álfabakka. Við borguðum 3700 fyrir herlegheitin. Hvergi er tekið fram í þessum auglýsingum að það eigi ekki við um 3D myndir (mér finnst svo sem kannski alveg sanngjarnt að það væri aðeins dýrara á þá myndir, t.d 750 (sem er þá 250 kr dýrara eins og munurinn er á milli venjulegra mynda og 3D mynda). Einnig er nú aldrei tekið fram heldur að þetta eigi ekki við um Lúxussal en maður getur svo sem sagt sér það sjálfur og það er tekið fram inn á síðu Sambíóanna.

Af síðu Sambíóanna:
500. kr í bíó á þriðjudögum
SAMBÍÓIN HYGGJAST GERA ÞRIÐJUDAGA AÐ BÍÓDÖGUM Þ.E. ALLIR MIÐAR Á 500 Kr.
SAMBÍÓIN muna á næstu vikum bjóða þjóðinni að mæta alla þriðjudaga í kvikmyndahús sín; Álfabakka, Kringlunni, Akureyri, Selfoss og Keflavík þar sem miðaverð verður einungis 500 kr. á ALLAR[1] kvikmyndir og má því halda því fram að hvergi í heiminum sé hægt að fá lægra bíómiðaverð!

Ástæða þessa fyrirkomulags er sú að SAMBÍÓIN hafa leitast eftir skilningi við sína erlendu birgja í kjölfar íslensks efnahagsástands með það að leiðarljósi að gleðja Íslendinga í erfiðu árfeðri.

SAMBÍÓIN vilja jafnframt skora á önnur fyrirtæki að gera slíkt hið sama; þ.e. að vinna samhent að því að létta undir með íslenskum almenningi og reyna hvað þau geta til forðast verðhækkanir þrátt fyrir erlend útgjöld.

[1] Gildir ekki í Lúxus/VIP sal


Óska nafnleyndar

1 ummæli: