fimmtudagur, 2. júlí 2009

Gengið á Tax Free

Langaði að benda fólki á sem er að fara erlendis og ætlar að fá Tax Free og er að velta fyrir sér hvort það eigi að taka peninginn á flugvellinum eða að láta leggja hann inn á kreditkort að velja frekar fyrri kostinn.
Ég var í Svíþjóð og keypti sænsku krónuna hér heima á 16,7 en svo þegar ég var að fá endurgreitt Tax Free inn á Visa reikninginn fæ ég 11,3 fyrir hana.
Mér finnst ég hafa verið rænd :(
Við fáum það sem seðlagengið úti er hverju sinni.
Kv,Hildur

2 ummæli:

  1. Það er því miður ekkert alltaf í boði að fá endurgreitt á flugvellinum. Ég var að ferðast í Evrópu, Danmörk-Tékkland og flaug svo heim frá Þýskalandi. Þar ætlaði ég að fá endurgreitt allt tax free ferðarinnar, en konan bakvið glerið á flugvellinum sagðist bara geta tekið við þýskum tax free nótum - svona computer says no dæmi. Þannig að ég neyðist til að senda þetta í pósti og fá væntanlega ferlega óhagstætt gengi :(

    Tek það fram að in theory á að vera hægt að fá allar tax free nótur frá evrópu endurgreiddar á flugvelli brottfararlands.

    Smá tax free skemmtisaga í lokin- kona í stórverslun í luxemborg neitaði að gefa mér tax free nótu á þeim grundvelli að Ísland væri ekki í Evrópu (!) Það var ekki fyrr en maður í röðinni fyrir aftan hana benti henni góðfúslega á að líta á landakort að hún samþykkti að fylla út nótuna!

    SvaraEyða
  2. ha,ha góður þessi,já það eru margir sem vita ekki hvar Island er.En með tax free,jenti ég í því sama í Amsterdam.

    SvaraEyða