fimmtudagur, 9. júlí 2009

Vonbrigði á Balthazar

Ég var með gesti erlendis frá í nokkra daga sem fóru í dag. Þau langaði að
snæða íslenskt lamb síðasta kvöldið og ég fór á netið og skoðaði nokkra
matseðla og valdi veitingastaðinn Balthazar í Hafnarstræti 1-3 þar sem þar
var hægt að fá grillað lambakjöt á 2690 kr sjá matseðil
hér: http://balthazar.is/Balthazar/Menu_-_Kveld.html
Þegar á staðinn kom komst ég að því að lambakjötið sem ég hafði valið
staðinn vegna kostaði 3200 og laxinn sem ég hafði ákveðið að fá mér var á
2600 en ekki 2300 eins og kemur fram á netinu. Einnig var laxinn búinn og
bleikja í boði í staðinn. Ég pantaði að auki súpu dagsins.
Þetta var nú ekki það eina. Þjónustan var svo ömurleg að ég átti ekki til
orð. Hvar finna menn svona starfsfólk? Stúlkunni á barnum fannst ekkert að
því að vera með gamlan matseðil á netinu, það voru bara mín mistök að trúa
heimasíðunni.
Við vorum 5 saman. Við sátum í um 30 mínútur áður en þjónn virti okkur
viðlits og það var eftir að við höfðum veifað eins og fávitar til að ná
athygli hans (tek fram að staðurinn var alls ekki þétt setinn (þriðjudagur
um kl. 8). Nú var pöntunin tekin. 30 mínútur liðu þar til ég missti
þolinmæðina og fór á snyrtinguna og spurði í leiðinni hvað matnum liði.
Þjónninn sagði strax jú hann er að koma. Á klósettinu blasti við
hryllingur. Annað klósettið var með hurð sem spörkuð hafði verið upp og
ekki hægt að loka. Hitt klósettið lak og vatn var úti um allt gólf. Enginn
klósett pappír var og engin sápa.
Ég kom aftur að borðinu. Verið var að bera matinn í okkur en við fengum
ekki öll matinn á sama tíma. Einn í hópunum fékk kaldar franskar kartöflur
með hamborgaranum sínum. Við bentum þjóninum á þetta og viti menn, hann
tók eina frönskuna af diskinum og sagði já það er rétt. Einn í hópnum
þurfti þrisvar sinnum að biðja um gaffal. og svo var það súpan, ég spurði
þegar bleikja mín kom í kaldhæðni hvort súpan væri borin fram fyrir eða
eftir aðalréttinn. Þjónninn var með svarið á reiðum höndum: alveg sama þú
ræður. Almáttugur. Það var fokið í mig svo ég hreytti út úr mér ég vil fá
hana á fyrir. Við sem pöntuðum súpu fengum hana þá borðið, hún var köld,
og það var alls ekki pláss fyrir svona marga diska á borðinu. Einn pantaði
hvalkjöt, það var allt of mikið steikt. Ein pantaði pastarétt sem var
óætur.
Hvað er eiginlega að því að að færa gestum hnífapör og forrétti á UNDAN
aðalréttinum?
Þetta endaði svo á því að stúlkukindin sem tók við greiðslu var alveg
vanhæf og gat ekki reiknað út hvað við áttum að fá til baka. Sá sem
greiddi rétti henni meira fé en um var beðið og hún sagði að það vantaði
upp á.
Þessi staður er vonbrigði og allt og dýr miðað við skort á gæðum og
þjónustu. Okurverð á subbulegri búllu. Hálf stjarna því bleikjan var ágæt.
En það er nú líka mjög erfitt að klúðra bleikju.
Edda Björk Ármannsdóttir.

6 ummæli:

  1. Af hverju gekkstu ekki út þegar í ljós var komið að verðmerkingar voru rangar, nú eða eftir 5 mínútna setu án þess að vera virt viðlits?

    Ég skil bara ekki svona rugl. Maður lætur ekki bjóða sér svona framkomu og borgar síðan fyrir hana í þokkabót.

    Ef allir ganga út eftir 5 mínútur, þá mun enginn þurfa að bíða svo lengi.
    Þjónustan mun aldrei batna þegar menn sjá engan hag í slíku, kúnninn lætur bara vaða yfir sig og borgar síðan fullt verð.

    Óstundvísi og virðingaleysi gagnvart tíma annarra er einn mesti dónaskapur sem hægt er að sýna og á aldrei að líða, hvað þá að borga fyrir.

    Björn I

    SvaraEyða
  2. Vá þetta er svakaleg saga...ég og mín fjölskylda höfum farið nokkrum sinnum á Balthazar og aldrei lent í neinu öðru en huggulegheitum. Ofsalega almennilegt starfsfólk sem veitir snögga og góða þjónustu og ágætur matur á fínum prís...mæli reyndar ekki með pastaréttunum...

    Þú hefur heldur betur verið óheppin...

    SvaraEyða
  3. Þetta er byggt á staðnum Cafe Victor.
    Nú er það svo að ég var í hóp sem komu samana 1/2 mán lega þar og hver og einn eyddi um svona 2-3000 kr. *20 25 manns þegar mest var. Nei þá kemur allit í einu Við getum ekki tekið við svona stórum hóp. Samt var búið að panta með góðum fyrir vara.

    SvaraEyða
  4. Það eru reyndar afar fáir staðir sem taka á móti svona stórum hópum...

    SvaraEyða
  5. Ég borða oft á Baltasar og er ánægður með það sem ég fæ fyrir aurinn, fínn matur og þjónustan allt í fína lagi.

    SvaraEyða
  6. Við erum hópur sem hittumst vikulega á Baltasar og borðum þar, ég skil ekkert í þessu, það er frábær matur þarna og allt í góðu þjónusta. Ég var að reyna að finna síðuna hjá þeim áðan en lendi alltaf á myndlistarmanninum...

    SvaraEyða