Yfirleitt vil ég ekki kvarta en ég er eiginlega svo hneykslaður - kannski meira yfir svörum en vinnubrögðum - að ég verð að deila reynslunni.
World Class sendi fyrir síðustu jól meðlimum sínum gjafakort fyrir stökum prufumánuði. Meðlimir gátu síðan gefið vinum og vandamönnum kortið. Tilgangurinn væntanlega að leyfa fólki sem ekki eru í viðskiptum að prófa aðstöðuna.
Þessa "gjöf" fékk ég frá mínum betri helmingi og ætlaði að bregða mér í prufumánuð nú í sumar. Hins vegar virðist gjafakortið hafa glatast í flutningum og því sendi ég póst á skrifstofu World Class með upplýsingum um konuna - kennitölu o.fl. - og óskaði eftir nýju korti. Þau gætu vonandi séð að gjafakortið hafi ekki verið nýtt.
Svarið sem ég fékk var eins snubbótt verið gat:
Sæll Benedikt
Því miður þurfum við að fá þetta í hendurnar, þetta er hvergi skráð. Þetta er bara glataður peningur.
KV. Árný
Svarið er kapítuli út af fyrir sig og dæmir sig sjálft. Aldrei myndi ég í það minnsta ráða í framlínu manneskju sem svarar viðskiptavinum á þennan hátt. En að fyrirtæki standi í markaðssetningu (þessi "jólagjöf" er ekkert annað en bein markaðssetning) en hafi síðan ekki innra kerfi fyrir utanumhald finnst mér fyrir neðan allar hellur.
Ákvörðunin er því einföld; árskortið keypt á öðrum stað.
Kær kveðja,
Benedikt Bjarnason
Ætli þetta sé ekki bara það sama og að ekki sé skylda að taka við vörum í verslunum nema gegn framvísun kvittunar. Svona álíka gáfulegt okurdæmi og frá þeim sem sendi kvörtun vegna verslunarinnar 2001. Finndist reyndar að það hefði verið eðlilegt að setja gildistíma upp á 4-6 mánuði á þetta gjafakort.
SvaraEyðaEr ekki bara spurning að halda betur utan um gjafarkortið? og ekki vera fúll af því að þú týndir því
SvaraEyðaÁnægður viðskiptavinur WC
Gunnar
Snubbótt svar, sammála því en þegar þú týnir gjafabréfi ,þá geturðu ekki ætlast til að það sé bara ekkert mál og allt verði gert fyrir þig.
SvaraEyðaKlúðrið er hjá þér.. ekki kenna öðrum um.
Það hefði nú örugglega þótt lítið mál að búa til annað svona, þar sem þetta var sent sem gjöf á alla. Bara óheppinn að lenda á svona óhjálpsamri skrifstofubelju.
SvaraEyðaSvona er þetta á flestum stöðum, týnt gjafabréf er glatað gjafabréf. Bara eins og týndur peningur. Fólk á bara að passa betur upp á hlutina
SvaraEyðaSpurning hvort viðkomandi starfsmaður hefði ekki mátt vera aðeins liðlegri og jafnvel getað metið aðstæðurnar betur og reynt að gera eitthvað til að koma á móts við þig.
SvaraEyðaen rétt er það að gjafabréf eru bara eins og 5000 kall almennt, ef þú tínir 5000 kr þá eru þær bara tíndar, ég veit að þar sem ég vinn er það bara þannig, þessvegna á maður að passa uppá sitt.
Vil benda á að Kringlan afhendir nýtt gjafabréf ef það týnist. Ég þekki manneskju sem týndi 10.000 kr gjafabréfi og hún fékk nýtt, ekkert mál.
SvaraEyðaGjafabréf kringlunnar er líka rafrænt og þeir geta lokað því sem glataðist og opnað annað (rétt eins og debetkortin).
SvaraEyðaSvarið er ekkert snubbót og stelpan/konan sem sendir svarið er sennilega bara að svara eins og henni er sagt að svara (s.s. computer says no).
World Class er ekki skylt að redda þér gjafakortinu sem þú týndir (þó svo að með réttu hefðu þeir sennilega getað gert það, sína liðlegheit) og því finnst mér frekja að hreinlega búast við öðru.