þriðjudagur, 21. júlí 2009

Batterí

Hér kemur eitt dæmi um okur, ja alla vega stórkostlegan verðmun.
Ég fór nýlega á Shell-stöðina við Gylfaflöt þar sem starfar mjög elskulegt og þjónustulundað fólk.
Ég spurði um 1.5V batterý. Ég gat þar fengið tvö saman (Duracell minnir mig örugglega) á tæpar 1.500 kr. Mér fannst það heldur mikið svo ég hætti við.
Í dag þurfti ég að fara í Örninn, reiðhjólaverslun, og spurði þá m.a. um svona 1.5V batterý. Þar gat ég líka fengið tvö í pakka frá Duracell á 299 kr.
Sem sagt - ekki versla svona batterý hjá Shell nema þið viljið borga 5-falt verð fyrir þau - verslið þau heldur í Erninum.
Kveðja, Herdís

3 ummæli:

  1. 299kr fyrir tvær Duracell rafhlöður er of gott til að vera satt. Klapp fyrir Erninum!

    SvaraEyða
  2. Sammála síðasta ræðumanni, því innkaupsverð til verslunar sem ég starfa í er mun hærra eða nálægt 300 kr. ef um AA rafhlöðu er að ræða.

    SvaraEyða
  3. hvað er málið með að fá sér ekki recyko battery í íhlutum , ný kynslóð . halda hleðslunni í heilt ár og kosta slikk , fyrir utan hleðslutækið

    SvaraEyða