Okursíða Dr. Gunna (á netinu síðan 21. sept 2007) - Endilega reyndu að hemja þig þegar þú kommentar. Fólk hefur misþykkan skráp.
mánudagur, 12. september 2011
Viper app og þú hringir frítt
Langaði til að benda fólki á app (snjallsímaforrit) sem hægt er að fá fyrir Iphone og Android sem heitir Viber. Eftir að þú installar Viber í símann þinn getur þú hringt í hvaða farsíma sem er í heiminum sem einnig er búinn að installa Viber hjá sér.
Eina sem Viber krefst er að báðir aðila séu annaðhvort tengdir við þráðlaust net eða 3G.
Eftir að appinu er installað sérðu strax í símaskránni hjá þér í símanum hvaða aðrir eru með Viber installað og sértu á þráðlausu interneti eða tengdur við 3G geturðu hringt frítt hvort sem þú þarft að hringja til Kópavogs eða Nýja Sjálands, frítt fyrir báða aðila.
Vert er þó að taka fram að notkun á 3G er ekki ókeypis hjá símafyrirtækjunum og svona símtal gegnum Viber eyðir gagnamagni líkt og Skype gerir.
Þannig í sjálfu sér kostar þetta smáveigs ef þú ert að nota þetta gegnum 3G. Sértu á þráðlausu interneti er alveg óhætt að tala eins mikið og þú vilt þar sem þetta hefur mjög lítið áhrif á niðurhalið á internettengingunni hjá þér en símafyrirtækin skaffa fólki yfirleitt ekki nema um 5mb á dag í 3G notkun. Þannig mæli ég frekar með þráðlausu interneti fyrir þetta svo símtalið sé alveg frítt.
Appið heitir sem fyrr segir Viber og má nálgast fyrir Iphone og Android á http://viber.com/
Ef sem flestir taka sig til og installa þessu hjá sér þá getum við í sameiningu sparað kostnað varðandi farsímanna. Þetta sama forrit virkar eins líka fyrir SMS, sendir SMS með þessu frítt hvert sem er um hnöttinn.
Kveðja,
GÁ - Tæknifrík ;)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Veistu hvort þetta virkar á Nokia N8 símana?
SvaraEyðaEins og er þá virkar þetta bara á Iphone og þeim fjölmörgu símategundum sem eru með Android stýrikerfið.
SvaraEyðaKv, GÁ
Við hjá simon.is fjölluðum einmitt um Viber fyrir skömmu síðan
SvaraEyðahttp://simon.is/2011/viber-umfjollun/
og ástæðan fyrir því að nota þetta en ekki Skype er?
SvaraEyðaGetur svo líka keypt þér inneign í Skype og hringt í síma sem eru ekki tengdir netinu t.d. fólk sem á ekki snjall síma eða heimasíma og rétta númerið þitt sést hjá þeim...
Þannig Skype gerir allt það sama nema meira og líklega betur því það er miklu fleirri notendur og mikli meiri líkur að villur og öryggisgallar hafi verið lagaðir...