fimmtudagur, 1. september 2011

Dýrasta Pepsí í heimi?

Ég var á ferð um Snæfellsnesið í sl. viku. Renndi inn í Ólafsvík seint um kvöld og kom við í Söluskálanum Ó.K. á leiðinni á tjaldstæðið. Þar kostaði 2l Pepsi 520 kr! Það er ekki nærri því svona dýrt í okurbúllunni N1. Kvöldið áður var 2l Pepsi keypt á 198 kr í ónefndri verslun. Nóttin á tjalstæðinu var ódýrari, 500 kr. á manninn.
Með kveðju,
Unnar

15 ummæli:

 1. En er téður söluskáli ekki að gefa sig út fyrir að vera e.k. matsölustaður líka? Ef svo er, þá er kannski ekki skrýtið að gosið sé svona dýrt.

  SvaraEyða
 2. ... ekki það að ég vildi sjálf greiða 520 kr. fyrir 2l. af gosi, en ef O.K. er matsölustaður líka þá held ég að það geti skýrt verðlagninguna að einhverju leyti. Hvað kostar t.d. kanna af gosi á pizzustöðum?

  Kv, Gréta.

  SvaraEyða
 3. Finnst þetta bara nokkuð gott verð fyrir matsölustað... Hamborgarabúllan selur könnu (1.8 L ) á einhvern 850 kall. Ef einhver er að okra á gosi eru það þeir. En enginn talar um það auðvitað því þetta er vinsæll veitingastaður í Rvk, fólk út á landi greinilega má ekki verðleggja hlutina neitt í líkingu við liðið í rvk án þess að fólk á ferðalögum komi hingað og væli. Stórefast um að matsölustaður út á landi sé í miklum gróða þrátt fyrir að selja gos á nánast helmingi lægra verði en hamborgarabúllan.

  SvaraEyða
 4. Ahh, meinti hamborgarafabrikkan, ekki búllan, hef ekki hugmynd um verð á gosi á búllunni.

  SvaraEyða
 5. Hvaða verslun selur 2 lítra af Pepsi á lægra verði en Bónus? Þar var ég einmitt að kaupa það á um 225 kr. Finnst það bara verði að koma fram hér.

  SvaraEyða
 6. Kostar ekki 2 lítra Pepsí 198 krónur í Víði ?

  SvaraEyða
 7. Söluskálinn í Ólafsvík er ekki matsölustaður, heldur bensínstöð og sjoppa. Í 10-11 kostar 2ja lítra Pepsi 399, sem er helvíti dýrt.

  SvaraEyða
 8. 10-11 er með töluvert fleiri viðskiptavini en söluskálinn í ólafsvík...

  SvaraEyða
 9. Að bera saman verð á gosi sem drukkið er inni á veitingastað og það sem keypt er á bensínsjoppu er ekki alveg marktækt. Það er eins og að bera saman epli og inniskó.

  Þess mætti reyndar geta að N1 sem selur mat er ekki að verðleggja gosið hærra en þar sem ekki er seldur matur.

  Auðvitað má hver sölustaður verðleggja að vild en mér þykir ekki eðlilegt að fólk sem býr annarstaðar en á höfuðborgarsvæðinu eigi skilið að verðið sé tæplega 40% dýrara hjá þeim.

  SvaraEyða
 10. Það er klárt að svona verðlagning er ekki ÓK

  SvaraEyða
 11. Held að flestir á þessu svæði fari nú bara í bónus og versli þar...

  SvaraEyða
 12. haha við sem búum hérna i Ólafsvík höfum ekkert sem heitir bónus , og söluskálin Ó.K. er ekki matsölustaður, einungis sjoppa þar sem þú getur keypt hamborgara og pítsur og annað .. eins og í öðrum sjoppum, þetta er mjöög dýr sjoppa , þar er t.d. sígarettupakkinn í 1000 krónunum en í sjoppuni hliðiná sem heitir hobbitinn kostar hann 60 krónum minna :) bara segja..

  SvaraEyða
 13. Ég keypti hálfan líter af Coke Zero á 245 krónur í Gullnesti við Gullinbrú um daginn. Ég hélt ég hefði heyrt vitlaust, en nei nei kvittunin sagði 245. Sem sagt 2 L á 980... GLÆSILEGT verðlag

  SvaraEyða
 14. Ætlaði nú að kaupa 2ja lítra Kristal í 10-11 um daginn, kostanði hátt í 500 krónur. Fyrir vatn! Það finnst mér bara ekki heilbrigt...

  SvaraEyða
 15. Svo þid vitid af thvi sem eru ad kvarta yfir verdlagningui sjoppum a t.d. gosi, tha er thad ekki theim ad kenna hvad gosid er dyrt. eg vann i sjoppu um 3 ar og fekk ad heyra thetta daglega, en astaedan er thessi, heildsalinn. thad er odyrara f. sjoppu ad versla vid bonus eda kronuna heldur enn vifilfell eda egils. thad sem vid kaupum a 200 kr i bonus, err sjoppan sjalf ad fa gosid i hatt um 300 kr, og thad er audvitad ekki sama i ollum sjoppum. sjoppur ut a landi kaupa gosid adeins dyrara. eg spurdi solumann vifilfells ad thessu a sinum tima, og hann sagdi ad bonus og fleiri fengi afslatt f. ad kaupa heilu brettin af gosi, a medan sjoppur nokkrar floskur til ad fylla a i kaelinn. Sjoppur eru med misjafnan deal vi heildsalann.

  SvaraEyða