mánudagur, 19. september 2011

Maðkur í mysunni hjá verkstæði Ormsson

Gamla góða þvottavélin mín bilaði, tromlan var hætt að snúga sér. Maðurinn minn fór með hana á verkstæðið hjá Bræðrunum Ormsson, hann náði svo í hana 15.sep. og mikið hlakkaði ég til að fara að þvo, enda búin að vera biluð í viku (þvottavélin þ.e.a.s. - innskot síðuhaldara). Nema hvað, ég opna fyrir vatnsinntakið og vatnið fer strax að dæla inn á vélina og ekki kveikt á vélinni, nú svo sé ég að hún lekur og svo slær hún út. Ég lét manninn minn opna vélina að aftan, þá sjáum við það að inntakið fyrir vatnið er allt laust og vatn lekur bara niður.

Þetta var ekki að þegar við sendum hana í viðgerð. Maðurinn minn hringdi í þá og sagði þeim frá þessu, svo varð hann bara kjaftstopp því sá sem svaraði í símann sagði að þetta væri honum að kenna hún hafi örugglega dottið í bílnum, hann benti á að svo hafi ekki verið og að þetta væri inn í lokaðri vélinni. Þú getur bara sjálfum þér um kennt sagði maðurinn, við tökum ekki ábyrgð á þessu. Þú getur bara komið með hana til okkar aftur og við kíkt á hana.

Bræðurnir Ormsson verkstæði er þjónustufyrirtæki. Ég mun aldrei aftur kaupa AEG þvottavél né neinar aðrar vörur hjá þessu fyrirtæki ef þetta er stefna þess að viðskiptavinurinn sé núll og nix.

kv. Íris Edda Jónsdóttir

10 ummæli:

 1. Flott svona á að gera þetta. Einn óánægður viðskiptavinur er fljótur að hræða aðra í burtu þannig að það á að vera kappsmál fyrirtækja að hafa viðskiptavinina ánægða. Svon framkoma án þess einu sinni að líta á vélina er náttúrulega algjörlega fyrir neðan allar hellur og á ekki að líðast.

  SvaraEyða
 2. Spes, ég hélt að þeir væru með klassa viðgerðarþjónstu og hærra þjónustustig en t.d Elko. Svo er greinilega ekki :S

  SvaraEyða
 3. Fór með sjónvarp í viðgerð hjá þeim fyrir nokkrum misserum síðan. Annað eins bíó hef ég ekki lent í. Til að gera langa sögu stutta þá var sjónvarpið 3 mánuði í viðgerð. Það var logið að mér trekk í trekk um gang viðgerðar, kaup á varahlutum o.s.frv. Ekkert stóðst. Og starfsmönnum var svo slétt sama um allt saman að það var ekki fyndið. Var það ekki fyrr en ég fór að æsa mig og klaga verkstæðið að eitthvað fór að gerast. Hét því að kaupa aldrei aftur vörur af Ormsson og stend við það.

  SvaraEyða
 4. Damn, var að spá í að verzla sjónvarp hjá þeim...

  SvaraEyða
 5. Þeir týndu blendernum mínum þegar ég kom með hann í viðgerð, eftir að hann bilaði innan hálfs árs frá því að ég keypti hann. Urðu auðvitað að gefa mér annan bara. Sá hefur hins vegar enst og enst, svo ég er mjög sátt. En þeir týndu náttúrulega blender á verkstæðinu, sem er mjög fyndið...

  SvaraEyða
 6. Ætli það þurfi ekki líka að láta vita af því sem hrósa má. Þeir hafa tvisvar komið heim að gera við (þvottavél og uppþvottavél) og í bæði skiptin voru þeir fagmennskan uppmáluð. Ekkert kvart hér.

  SvaraEyða
 7. Þú hefur sennilega fengið heimsókn frá Raftækjaþjónustunni, þeir sinna útköllum fyrir Ormsson.

  SvaraEyða
 8. Vil benda á að eftir að breytingar urðu á AEG samsteypunni hafa gæði þessa merkis hrapað mjög og mælist ekki lengur með þeim bestu í almennum, aðgengilegum könnunum.

  Þá hef ég sannreynt að þjónustu á Íslandi hefur hrakað, fyrir utan okur á vinnu frá þeim.

  SvaraEyða
 9. Þeir hafa reynst okkur ágætlega. Áttum rúmlega 2 ára gamla þvottavél sé bilaði og eina ástæðan var að lega hefði farið - sem gæti m.a. verið vegna þess að það væri verið að setja of mikið magn af þvotti í hana (s.s. of þungur þvottur). En þar sem það var ekki 100% var það úskurðurinn að gefa okkur nýja vél, fengum Rolls Roysinn af vélunum (enda okkar gamla hætt í framleiðslu) keyrða heim okkur að kostnaðarlausu og 3 ára ábyrgð. Svo ég get ekki kvartað yfir þeim :)

  SvaraEyða
 10. keyfti af þeim borð viftu og setti í samband og ekkert gerðist fékk framn í mig að ég hefði sennilega mist hana í gólfið en það gerðist ekki fékk hana ekki bætta en ós mér yfir þá þannig að 10 aðrir viðskifta vinir heyrðu 4 gengu út

  SvaraEyða