laugardagur, 3. september 2011

Körfuboltaskór á okurprís

Sem oft og áður hef ég verið að leita að körfuboltaskóm fyrir börnin,
og iðulega verið með í maganum síðustu missiri yfir verðinu á þessum skóm.
Nú er engin undartekning. Nema að ég er svo rasandi yfir verðlagningunni hjá sportvöruverslunum, eftir að ég kíkti aðeins á netið og birti hér eitt dæmi!

Ath þetta okur á við alla skó og týpur samkv. stuttu rápi á netinu.

okrið: http://www.utilif.is/vorur/skor/korfuboltaskor/nr/648

Ljósið: http://www.sportsdirect.com/nike-overplay-vi-mens-159075?colcode=15907503

Finnst ekki skipta máli hvort er talað um net-tilboð eða annað.
Þá geta þetta allir.

Kv.
Stefán

8 ummæli:

 1. Sæll Stefán, þetta er vandamál sem allar íþróttavöru verslanir á ekki bara Íslandi glíma við heldur um öll norðurlöndin, skora á þig að skoða verð í Danmörk,Svíþjóð og Noregi þar sem það er nokkuð sanngjarn samanburður. En eins og málin eru þá er einfaldlega ekki rétt að bera saman verð hérlendis við Bandaríkin, þetta einfaldlega er ekki sami heimur!
  En ef þú nennir að lesa þetta þá skal ég bara útskýra fyrir þér veruleika okkar sem rekum íþróttavöru verslun hér á Íslandi. Við þurfum ef við ætlum að selja Nike,Adidas eða álíka vörumerki í verslunum okkar að versla við Íslensku heildsalana þá sem hafa rétt á þessum vörum hérlendis, og þeirra veruleiki er að þeir þurfa að panta sínar vörur í gegnum Svíþjóð eða Noreg(fer eftir hvar Norðurlanda umboðið er staðsett) sem dæmi skal ég taka að á t,d Nike vörum fær verslunar keðjan Footlocker MIKLU ódýrari verð heldur en Norðurlanda umboðið sem by the way sér um vörudreifingu á ÖLL norðurlöndin til samans. AF Hverju jú Footlocker keðjan verslar meira nike heldur en öll norðurlöndin til samans. Svona er heimsvæðingin og fjármálakerfi heimsins í dag.

  Nákvæmlega þessi týpa sem þú bendir á hér á síðunni á þessum körfubolta skóm var okkur boðin hjá Nike og ég skal bara allveg segja þér nákvæmlega hvað þeir kosta í heildsölu og það er kr 6.800 fyrir UTAN 25,5% VSK.
  Reiknaðu nú hvað verslunin þarf að selja mörg pör og hversu háa prósentu verslunin þarf að hafa til að koma út á sléttu.
  ef við hefðum keypt inn 10 pör af þessum skóm þá þyrftum við að selja lágmark 7 pör bara til að koma út á sléttu.

  En það sem er að gerast smám saman hjá okkur hérlendis að verslun og þjónusta smám saman færist úr landinu þar sem við munum aldrei fá sömu eða svipuð kjör á þessum vörum og stóru keðjurnar í Bandaríkjunum eða Bretlandi eða Kína vegna þess að við erum svo fá að við munum aldrei versla neitt í samanburði við stóru markaðina og fólk eins og þú heldur áfram að blöskrast verðið og velur að versla allt þitt í útlöndum og þannig heldur þróunin áfram þar til fáar ef einvherjar verslanir verða hér með íslenska kennitölu nema Intersport sem er í Eigu Byko og Krónunnar og þannig félaga.....

  SvaraEyða
 2. Nafnlaus#1 verðið á síðunni var í pundum ekki dollurum

  SvaraEyða
 3. Ef flutningskostnaður er tekinn með (55 pund) eru skórnir ódýrari í Útilífi.
  (28+55,99=83,99 pund sem gera hátt í 16000 kall fyrir utan VSK)

  Just sayin'

  http://www.sportsdirect.com/CustomerServices/EtailTermsConditions.aspx#delivery

  SvaraEyða
 4. short story move to main land Europe.

  SvaraEyða
 5. Það er margt hægt að kaupa í útlandinu Stefán, ég geri það annað slagið og oft gert fín kaup. En þetta dæmi þitt meikar engan sens, eins og þú sérð hér að ofan þá er þetta dæmi þitt reiknað út og skórnir því mun dýrari ef þú verslar þá frá þessari síðu.

  SvaraEyða
 6. Ef þetta er málið, að við séum skikkuð til að kaupa vörur á hærra verði, eingöngu vegna staðsetningu landsins.


  og þegar það einfaldega borgar sig að panta þetta erlendis frá,þá geri ég það, ég er enginn helv. góðgerðarstofnun fyrir fyrirtækjaeigendur.


  Þetta er kallað heilbrigð samkeppni.

  SvaraEyða
 7. Heyr heyr. Sammála seinasta ræðumanni. Það er alltaf verið að reyna að koma inn sektarkennd hjá manni með væli um að maður sé að eyðileggja fyrir fyrirtækjum á Íslandi með því að panta frá útlöndum, hvað með mig, neytandann? Eins og nafnlaus nr. 6 segir, við erum engar helv. góðgerðarstofnanir fyrir fyrirtækjaeigendur! Það er eitthvað mikið að þegar verðmunur skiptir mörg þúsund krónum MEÐ sendingu, tollum og öllu heila klabbinu, ekki kannski í þessu dæmi en samt í mýmörgum öðrum.

  SvaraEyða


 8. Mér finnst nokkuð til í þeim punktum sem 'með og á móti' setja fram; smærri fyrirtæki búa við annan veruleika en stórar keðjur sem starfa á heimsvísu. En neytandinn verður á endanum að hugsa fyrst og síðast um sjálfan sig.

  Á þeim nótum þá datt ég inná þessa ágætu vefverslun nýverið og keypti mér körfuboltaskó sem ég er MJÖG ánægður með á helmingi lægra verði en Nike skórnir sem vísað er til!
  http://www.peak.is/netverslun/korfuboltaskor/

  SvaraEyða