miðvikudagur, 14. september 2011

Geðveikar appelsínur í KostiKostur er uppáhaldsbúðin mín. Ekki af því það sé ódýrasta búðin heldur af því úrvalið er svo æðislegt (ég biðst afsökunar, en kjafturinn á mér er Kani). Sullenberger og félagar eru farnir að flytja inn grænmeti og ávexti beint frá háklassa díler í New York. Þetta er gargandi ferskt og meiriháttar og oftast í mikilli andstöðu við það þreytta stöff sem annars er oft í boði hérna. Mér finnst skárra að borga fyrir hágæða grænmeti og ávexti, en að kaupa ódýrt og enda með að henda.

Nú er í gangi geðveikur díll á appelsínum í Kosti, 1.8 kílóa poki á 298 kr. Þetta eru líka æðislegar appelsínur – Booth Ranches premium oranges frá Kaliforníu. Ótrúlega ferskar og djúsí. Ég kreisti úr tveim og er kominn með eitt glas af besta appelsínusafa sem ég hef smakkað.

Þetta var ekki til um daginn svo ég keypti appelsínur í Bónus í staðinn. Skar eina í sundur og byrjaði að kreista en það kom bara ekki neitt! Segir ýmislegt um ferskleikann.

Jæja, má ekki vera að þessu - þarf að fara að kreista!
Dr. Gunni

10 ummæli:

 1. Takk fyrir þetta.

  Er orðinn ægilega leiður á því að gramsa í grænmetisborðum verslana og alveg sama hvort það er lágvöruverslanir Bónus og Krónan eða dýru verslanirnar Hagkaup og Nóatún að leita að ætilegum bitum sem endast út vikuna.

  Var í Fjarðarkaupum áðan og þar er slappt grænmeti sem þú sérð í hinum verslununum á fullu verði. Sérpakkað og selt sem 2.flokks grænmeti.

  Grænmetið sem ég keypti þar á mánudaginn í síðustu viku er enn mjög ætilegt þótt lítið sé orðið eftir að því og nýtt í staðinn.

  Gallinn við Kost er að manni líður eins og á lager frekar en í búð og svo eru margar vörurnar selda í allt allt of stórum pakkningum sem fyrir 1-2 og jafnvel 3 í heimili er bara rugl. Hinsvegar er í Fjarðarkaupum fyrir ekki svo mikið meira verð; kjöt og fiskborð,flott lífræn deild,bakarí,flott kaffideild með breiðu úrvali og nýbrenndum kaffibaunum frá Te og Kaffi(tegundir sem fást annars bara í sérverslunum þeirra) og Kaffitári og nóg af starfsfólki á gólfi sem er frábært í að hjálpa manni.

  Get ekki hugsað mér að versla í öðrum ruslverslunum á höfuðborgarsvæðinu(Melabúðin er góð en dýrari,þröng og full langt í burtu fyrir mig).

  SvaraEyða
 2. Rétt með stóru pakkningarnar í Kosti. Ef maður er átfíkill (eins og ég!) er lítið vit í því að vera með kíló af einhverju gúmmilaði heima hjá sér. Maður myndi klára það strax! Mér er nú nokk sama um þennan "lager-fíling" sem þú talar um, fer ekki í búðir til að upplifa eitthvað innlit-útlit. Fjarðarkaup er fín búð en eflaust álíka langt fyrir mig og Melabúðin fyrir þig. Það er þó hefð hjá okkur hér að gera jólainnkaupin hjá Fjarðarkaupum.

  SvaraEyða
 3. Ég er rétt um 8 mín að keyra í Fjarðarkaup en svona 15 mín að keyra í Melabúðina.

  SvaraEyða
 4. Já og eitt annað. Fjarðarkaup hefur tekist að gera verslunarferðina frá því að vera lang leiðinlegasta heimilisverkið hjá mér yfir í það að vera þægilegt og soldið spennandi heimilisverk.

  SvaraEyða
 5. Flottir ávextir. Ég fékk mér jarðarber um daginn sem voru risavaxin og gómsæt. Mun ekki snerta þessu pínkulitlu bragðsnauðu rindla sem hinar verslanirnar eru að bjóða uppá framar.

  SvaraEyða
 6. Það getur verið mislangt í verslanir. Það eru 400 mtr fyrir mig að fara í Bónus eða Krónuna. Það tekur mig 20 mínútur að fara í Kost. Ég fer í Kost vegna þess að þar er margt sem ég fæ ekki í hinum verslunum. Ég fer ekki í Hagkaup. Hagkaup hefur gleymt upphaflegum áformum, að vera meðvöru fyrir verkafólkið í landinu. Ég man eftir Hagkaup í fjósinu og í Lækjargötunni. Þá var hægt að versla þar. Ekki í dag. Kostur hentar mér fyrir þær vörur sem ég vil hjá þeim.

  SvaraEyða
 7. Grænmetið og ávextirnir í Kosti fá fullt hús stiga frá mér. Gæði á þessu hráefni hefur dalað mikið í verslunum hérlendis upp á síðkastið hvort sem þú ert að versla í lávöruverslun eða ekki. Og oftar en ekki er verðið ekki miðað við gæði eins og t.d. ferskur Aspas. 1 búnt kostar um og yfir 1000 kr og gæðin fyrir neðan allar hellur, helmingurinn jafnvel ónýtur. Kostur er nú orðin mín uppáhalds verslun og er ég hætt að fara í Bónus í dag.

  SvaraEyða
 8. Tek undir með appelsínurnar (og jarðarberin frá serjós- og vopnaframleiðandanum General Mills).

  En passið ykkur samt á Orchid Island Juice Company's fresh squeezed appelsínusafanum hjá Kosti, a.m.k. þessa dagana, hann virðist ekki fá rétta meðhöndlun í flutningi til Íslands. Alveg glatað að hafa eytt 600 kalli í einn líter(Kostur selur ekki aðra kreista app.safa) og lenda á gerjuðu appelsínusulli.

  SvaraEyða
 9. Ég sá merkilega sjón um daginn. Starfsmaður í Krónunni var að fylla á kassa og kirnur í ávaxta- og grænmetisborðunum. Hann var með stórann poka af mjög fallegum lauk, nokkuð sem maður sér ekki svo oft því laukur er oftast hálf úldinn og myglaður. Þessi laukur átti að fara í tvo kassa. Annar þeirra var tómur en í hinum voru leyfar af gömlum hálf úldnum og mygluðum lauk sem var sumur kominn með svarta bletti. Í stað þess að tæma kassann var nýja flotta lauknum sturtað ofan á þennan skemmda. Mér varð litið á verðið á lauknum; 70 kr/kg. Skemmdi laukurinn hefur örugglega ekki náð tveimur kílóum. Svo í stað þess að henda ónýtum mat sem skemmir út frá sér bæði nýja laukinn sem og aðra matvöru í búðinn þá var þessi 140 kall sparaður. Er þetta nú nokkuð vit?

  SvaraEyða
 10. úff skiptir engu máli ég nenni ekki að versla í þessum drasl búðum. Búinn að versla í Nótúni,Nettó,Krónunni,Kosti,Bónus,Hagkaupi og fleiri verslunum og Fjarðarkaup er eina verslunin þar sem grænmeti og ávextir hafa enst hjá mér út vikuna og ég ekki þurft að henda neinu. Þetta er líka eina verslunin sem hefur selt illa útlítandi ávexti og grænmeti sem annars flokks sérinnpakkaða á niðursettu verði en í hinum verslununum er þetta blandað saman með því sem er í lagi og selt á sama verði.

  SvaraEyða