þriðjudagur, 30. ágúst 2011

Eldsneytisgjald á vildarpunktum

Var að kaupa mér flugmiða hjá Icelandair fyrir vildarpunkta meðvitaður að ég þyrfti að greiða skatt af miðunum. Eitt þótti mér kunstúgt. Fram kemur í liðnum „Skattar og önnur gjöld“ að þeir eru ca 23.000 kr. á mann báðar leiðir. Við nánari skoðun þá tekur Icelandair 2 x 7.800 kr = 15.600 kr. sem eldsneytisgjald, þ.e. ég fæ flugmiðann frítt en þarf að borga bensínið á flugvélina. Og þar að auki er þetta misvísandi: Icelandair tekur um 64% af þessu gjaldalið; ríkið (skattur) er um 34% af upphæðinni eða ca 7.800 kr (eða svo virðist vera).

Einhver myndi kvarta ef strætó tæki uppá því sama. ÓKEYPIST Í STRÆTÓ (en þarf að borga fyrir bensín ....). Eða að Icelandair myndi setja arðsemisgjald á hvern flugmiða vegna hærri arðsemiskröfu eigenda á félaginu.

Kv. JBB

1 ummæli:

  1. Ég held að það skilji enginn af hverju þetta kallast skattar og önnur gjöld. ( Önnur gjöld virðist eiga að vera eitthvað þekkt hugtakt.)
    Hér er kannski einhver sem getur útskýrt þetta?:
    https://www.facebook.com/media/set/?set=a.10150271891893558.340318.742028557

    SvaraEyða