sunnudagur, 28. ágúst 2011

Óheyrilegur verðmunur á kjöti

Ég má til með að lýsa undrun og hneykslan minni á mun á verði á milli verslanna. Þannig var að ég fór í Bónus í Breiðholti þann 27. ágúst og keypti mér SS grill Caj lambalundir á kr/kr. 4.898, ég keypti líka SS grill lambafillet á kr/kg 3.998.
Í ljós kom að mig vantaði meira og ég var á leiðinni austur ég kom víða við en fékk ekki þessa vöru fyrr en í Kjarval á Hellu sem er í 12 km. fjarlægð frá framleiðslustað kjötsins.
Þar fékk ég SS grill Caj lambalundir á kr/kg. 5.798 og SS grill lambafillet á kr/kg. 4.998.
Mér þykir þetta óheyrilegur verðmunur á sama kjöti á milli verslanna. Tala nú ekki um að við sem búum á framleiðslustað vörunnar þurfum að greiða 20% hærra verð fyrir lundirnar og 25% fyrir fillet en hægt er að kaupa vöruna frá stórmarkaði.
Þá má geta þess að það er óþolandi að geta ekki lengur séð hvað varan kostar nema að leita að skanna til að athuga verð vörunnar.
kveðja, Jórunn

7 ummæli:

 1. Kannski mikill verðmunur, en það kemur ekki að sök ef neytendur kaupa svona rándýrt kjöt. Það vantar engann kjöt það mikið að hann borgi um 6.000kr/kg fyrir það. Sjálfur fer ég aldrei yfir 2.000kr/kg sem dæmi.

  En sammála með verðskannana, ekki nóg með að þeir séu bögg þegar þeir virka, en margoft lendi ég í því að þeir taka upp á að "rístarta" sér er ég legg strikamerki að geisla. Það getur því tekið mann óratíma að fá uppgefið verð.

  Kannski þarf einhvern bjánavara á þessa skanna, en ég hef lent í þessu í fleiri en einni verslun.

  SvaraEyða
 2. Ef verslanir vilja ekki verðmerkja kjötið,
  vil ég ekki kaupa það.
  Fer freka í fiskbúð og fæ vigtað,
  fyrir þá upphæð sem ég vil eyða.

  SvaraEyða
 3. Jahá Jórunn þú hefur greinilega fengið lambakjöt.

  Vorum 27.ágúst á Selfossi byrjuðum í Krónunni og eiginlega bara súpukjöt og pakkað forkryddað drasl. Svo var farið í Samkaup-Úrval og nokkrir(innan við 10) pakkar til af forkrydduðu drasli. Í Bónus voru til heilir 4 pakkar faldir inn á milli staflanna af svína,nauta og kjúklingakjöts.

  Að lokum var aftur farið í Krónuna og þá var búið að bæta við smá af Ærkjöti.

  Í engum af þessum verslunum sáust læri eða hryggir.

  Til hamingju Jón Bjarnason og fæðuöryggisbullið!!!!!!!!!!

  SvaraEyða
 4. Verslanir sem og birgjar vilja verðmerkja kjötið. Samkeppniseftirlitið bannar það!

  SvaraEyða
 5. Nafnlaus #4 þú ert aðeins að misskilja. Það er ekki bannað að verðmerkja kjötið í hverri verslun fyrir sig, raunar er beinlínis ætlast til þess. Það sem er bannað er að sömu verðmerkingarnar (og þá sama verðið) séu hjá öllum verslunum eins og var.

  SvaraEyða
 6. Lambalundir eru dýrasta lambakjöt sem hægt er að fá enda eru lundirnar undir 1% af skrokknum. Það er hagstæðara að kaupa heilan hrygg og fá lundirnar með honum...

  SvaraEyða
 7. Þótt búðin sé 12km frá framleiðslustað skiptir engu máli. Hin búðin fær kanski betri magnafslátt heldur en hin.

  En það er mjög einfalt að reikna út sjálfur verðið á pakkningunni, það eru reiknivélar í nánanst öllum gemsum í dag

  SvaraEyða