laugardagur, 6. ágúst 2011

Dorma og Elko - Góðir viðskiptahættir

Langar að vekja athygli á góðum viðskiptaháttum hjá Dorma og Elko. Keypti mér heilsukodda í Dorma í Holtagörðum. Vaknaði ítrekað með verk í öxlunum svo ég fékk að prófa annan kodda. Þegar hann virkaði ekki heldur fór ég og fékk endurgreitt upp í topp. Verri búðir hefðu án efa neytt mig til að fá inneignarnótu svo þetta er til fyrirmyndar hjá Dorma.

Sansa Mp3-spilari sem ég keypti hjá Elko í fyrra hætti að virka. Ég gúgglaði vandamálið og komst að því að það var ekkert sem ég gat gert í málinu. Elko tók við spilaranum án þess að yfirheyra mig. Þetta var svo ódýr vara (8000 kall) að það "tók því ekki að gera við hann" og ég fékk bara nýjan, enda spilarinn enn í ábyrgð. Þar sem ekki var til 2gb spilari eins og ég átti fékk ég 4gb í staðinn og þurfti ekkert að borga á milli. Gríðarlegt win/win sem sé.

Svona eiga búðir að vera!

Dr. Gunni

16 ummæli:

 1. Kannski færð þú bara betri þjónustu þar sem þú ert þekkt andlit og með þennan vef. Bara pæling...

  SvaraEyða
 2. Ég efast nú um það. Þtta er væntanlega bara standard service, eins og i siðuðum samfélögum.

  SvaraEyða
 3. oft þurft að skila hlutum í elko og aldrei verið neitt mál

  SvaraEyða
 4. Tek undir með kommenti eitt. Þú ert þekktur í þjóðfélaginu og færð fyrsta flokks þjónustu af því að fyrirtækin vilja ekki fá neikvæða umfjöllun frá þér.

  Það er ekki sama hvort það sé jón eða sérra jón.

  SvaraEyða
 5. Ekki er ég nú frægt andlit og fengið sömu þjónustu í þessum búðum.......

  SvaraEyða
 6. Hef ekki lent í vandræðum með þjónustuna í Elko hingað til.

  SvaraEyða
 7. alldrei lent i veseni með Elko, minnsta málið að skila svo lengi sem varan er i góðu lagi

  SvaraEyða
 8. Ég hef fengið fína þjónustu í Elko nema hvað ég lenti í talsverðri yfirheyrslu með 20.000 króna flakkara. Ég hef unnið í tölvubransanum og þ.m.t. tölvuviðgerðir. Ég tjáði þeim að ég hefði gert allar mögulegar prófanir. Flakkarinn var tekinn á bak við og ég beið í líklega hálftíma meðan verið var að sannreyna að hann væri bilaður. Þá fyrst gátu þeir látið mig hafa nýjan. Það er spurning hvort þetta sé einhver vinnuregla sem allir ættu að hafa eða hvort fyrirtæki ættu að láta alltaf tékka á vörum sem koma inn. Ljótasta dæmið hins vegar með þekkt andlit sá ég einmitt í tölvuverslun. Þar var sá þekkti að versla og afgreiðslumaðurinn var hinn kátasti, veitti afslátt og var afar liðlegur. Á eftir þeim fræga var svo regular joe sem fékk lítið annað en fýlu og ekki örðu af afslætti þrátt fyrir að vera að kaupa nánast sömu vöru. Og það skal tekið fram að ekki var verið að auglýsa neina afslætti eða tilboð. Þetta er bara gott dæmi að margt fólk sem vinnur í verslunum eru ass-kissers alla leið.

  SvaraEyða
 9. Þegar matargagnrýnandi mætir á veitingahús og gerir boð á undan sér þá fær hann góða þjónustu því staðurinn veit að hann mun síðan fell dóm. Það er eins þegar Dr. Gunni fer í verslun og vantar ávkeðna þjónustu - kaupmenn vita að hann heldur úti þessu bloggi og þar af leiðandi fær hann fyrsta flokks þjónustu. Mér sýnist þetta alghörlega augljóst!

  En hitt er annað mál að Elki er reyndar ágætis búð, þeir hafa amk aldrei verið með vesen við mig þó svo að ég flokkist klárlega sem "vesenkúnni".

  Guðfinnur Karl

  SvaraEyða
 10. Hef alls ekki góða sögu að segja af Elko. Hef tvisvar sinnum lent í að kaupa vörur sem hafa bilað og í bæði skiptin sat ég uppi með tjónið.

  Í fyrra skiptið var um að ræða gsm síma þar sem skjárinn hætti að virka. Elko neitaði að bæta og var tilbúið að skipta um nýjan skjá fyrir kr. 7.000,-. Ég var ekki tilbúinn í það þar sem síminn var ekki meira virði en 15-20 þús. kr. Fyrir tilviljun fór ég inní Símabæ sem staðsett var í Grafarvoginum og mér datt í hug að athuga kostnaðinn við að skipta um skjá í símanum. Sú verslun gat gert við símann fyrir kr. 3.000,-. Hann sagði mér jafnframt að hann hefði sjálfur verið að selja sambærilega síma en tekið þá úr sölu vegna hárrar bilaðnatíðni á skjám.

  Nokkrum árum seinna þurfti ég að kaupa tölvu og lét til leiðast að versla við Elko. Keypti allar mögulegar tryggingar til þess að lenda ekki sama veseni og með síman áður og sölumaðurinn sagði mér að slík trygging myndi borga sig þar sem það allt væri tryggt. Lengi ég í því að straumbreytirinn hættir að virka og ég fer með hann í verslunina. Þá vildu þeir meina straumbreytirinn hafi orðið fyrir skemmd en ekki bilun. Tek það fram að það var rispa á straumbreytinum en ég straumbreytirinn virkaði í marga mánuði eftir að hún kom á. Neyddist ég til að kaupa nýjan straumbreyti á um kr. 9.000,-

  Eftir þessi viðskipti hét ég sjálfum mér því að versla aldrei við Elko, þó svo að þeir séu e.t.v. einhverjum hundrað eða þúsund krónum ódýrari þegar maður kaupir vöruna, þá er ódýrara að kaupa hana annarsstaðar þegar uppi er staðið.

  SvaraEyða
 11. hmm en það er nú ekki víst að allir viti hver DR gunni er!! og því ekki víst að hann hafi fengið þjónustu út á því hver hann er !

  SvaraEyða
 12. Ég hef sömu sögu að segja og Gunni, alltaf fengið topp þjónustu í Elko og fengið betri vörur til baka en sú sem bilaði. Ég verðlauna þetta fyrirtæki með áframhaldandi viðskiptum.

  SvaraEyða
 13. ég hef góða sögu að segja af elko. keypti myndavél fannst hún ekki henta mér og vera léleg fékk að skila enda ánægjuábyrgð 30 dagar greitt inná kreditkort ekkert vandamál, ekkert vesen.

  SvaraEyða
 14. Hæ, ég afgreiddi þig í Elko.

  Ég játa að mér fannst pínu óþægilegt að afgreiða þig akkúrat út af þessari síðu og af því að þú ert þekktara andlit en flestir, en það breytir engu varðandi hvernig þjónustu þú fékkst.

  Mig minnir að ég hafi stungið spilaranum í samband og prófað hann, einfaldlega til að staðfesta bilunina. Ef hægt er að prófa vöruna á staðnum gerum við það alltaf. Ég náði að staðfesta bilunina og tók þá auðvitað við spilaranum sem gölluðum. Það hjálpaði líka að þetta er bilun sem ég hef séð áður.

  Í þetta skiptið var varan það ódýr að viðgerð borgaði sig ekki, hefði þetta verið 20.000kr vara hefði ég hins vegar íhugað að senda hana í viðgerð.

  Af því að við áttum ekki sambærilegan spilara fyrir þig var náttúrulega sjálfsagt mál að láta þig fá þá vöru sem var sambærilegust. Auðvitað vorum við ekki að láta þig fá lakari vöru en þá sem þú borgaðir fyrir, heldur létum við þig fá vöru sem var aðeins betri.

  Það hefði ekki breytt neinu um það hvort viðskiptavinurinn þennan dag hefði heitið Gunni eða Dr. Gunni.

  SvaraEyða
 15. ég keypti 20þús kr flakkara hjá elko og 30 þús kr síma, biluðu báðar vörurnar, flakkarinn eftir innan við ár og síminn eftir mánuð. ekkert mál að skila enda bæði í ábyrgð en eftir að ég fékk nýja flakkarann, það er innan við mánuður síðan og hann er strax bilaður og ég hef heyrt fleyri vera með þennan flakkara og hann bili, mér finnst ég alltaf vera heyra að elko sé með gallaðar vörur og allt sé að bila frá þeim, ég ætla ekki að versla aftur við elko, treysti ekki vörunum frá þeim

  SvaraEyða
 16. Ég hef einstaka sinnum fengið góða þjónustu í Elko, en seinast þegar þeir seldu mér tölvu þá var hún gölluð frá upphafi og þeir harðneituðu að taka við henni aftur, ég fékk ekkert nema stæla frá sölufólkinu sem sagði mér að það væri ekki möguleiki á að tölvan væri svona mikið biluð. Á endanum gafst ég einfaldlega upp á því að hafa samband við þá.

  SvaraEyða