þriðjudagur, 23. ágúst 2011

Takk Jón Bjarnason!


Prima Donna (geðveikt góður ostur frá Hollandi): 5044 kr/kílóið í Krónunni.

Takk Jón Bjarnason!

Fæðuöryggiskveðjur,
Dr. Gunni

11 ummæli:

 1. Jón hækkar bara eftirlaunin sín til að hafa efni á þessum dásemdum sem eru klárlega of góðar fyrir skrílinn.
  Að hækka eftirlaunin sín er það eina sem hálftíma-hálfvitarnir eru ávallt sammmála um.

  SvaraEyða
 2. BURT MEÐ JÓN BJARNASON! MANN SEM HUGSAR EINUNGIS UM AÐ RÍFA NIÐUR ALMENN LÍFSKJÖR ALMENNINGS SVO AÐ FÁEINAR BÆNDAHRÆÐUR GETI HAFT VINNU. LANDINU YRÐI BETUR BORGIÐ MEÐ ÞVÍ AÐ FELLA NIÐUR VERNDARTOLLA OG OPNA LANDIÐ FYRIR ERLENDUM MATVÆLUM OG LEGGJA AF BÆNDASTÉTTINA SEM GERIR EKKERT ANNAÐ EN AÐ FLÆKJA MÁLIN AÐ ÓÞÖRFU! :D

  SvaraEyða
 3. Hafi lesendur önnur dæmi um góðverk Jóns Bjarnasonar gagnvart neytendum og geta tekið myndir af því og sent mér væri það vel þegið. Mig langar til að vera með seríu...

  SvaraEyða
 4. Æðislegt dæmi. Þetta er bara u.þ.b. að vera á pari við kílóverð á nautalund.

  SvaraEyða
 5. En hvað er álagningin ?

  SvaraEyða
 6. tollar á ostum eru gríðarlegir, 430 krónur á kílóið, við það bætist síðan 30% álag.

  SvaraEyða
 7. Svona ostur er að kosta 4.313 kr./kg. fyrir söluskatt í USA samkvæmt Google. Ég vissi ekki að Jón Bjarnason stjórnaði þar líka...

  SvaraEyða
 8. "Nafnlaus sagði...

  BURT MEÐ JÓN BJARNASON! MANN SEM HUGSAR EINUNGIS UM AÐ RÍFA NIÐUR ALMENN LÍFSKJÖR ALMENNINGS SVO AÐ FÁEINAR BÆNDAHRÆÐUR GETI HAFT VINNU. LANDINU YRÐI BETUR BORGIÐ MEÐ ÞVÍ AÐ FELLA NIÐUR VERNDARTOLLA OG OPNA LANDIÐ FYRIR ERLENDUM MATVÆLUM OG LEGGJA AF BÆNDASTÉTTINA SEM GERIR EKKERT ANNAÐ EN AÐ FLÆKJA MÁLIN AÐ ÓÞÖRFU! :D"
  er þessari manneskju alvara? hefur þessi tiltekni einstaklingur einu sinni vit á því sem að landbúnaður gengur út á eða ferlið og ætti fremur að vita að árið 2005 voru um 4000 manns sem að unnu við landbúnað og 10000 sem að unnu í kringum landbúnað, svo með því yrðu enn fleiri tæplega 20000 ef áætla má að þessar tölur hafi hækkað, atvinnulausir, það er eitt sem að ríkissjóður myndi ekki getað tekið á sig. svo vilt þú virkilega kosta fleiri þúsund mans vinnuna svo þú getir keypt þér einhver lúxus ost á lægra verði?

  SvaraEyða
 9. Nafnlaus #8

  Mér er það lífsins ómögulegt að átta mig á því hvaða hagsmuni þú ert að verja með því að taka upp hanskan fyrir manni sem kemur í þau fáu skipti sem hann gerir það fram í sjónvarpi og maður er litlu sem engu nær um hlutina eftir að hann er búinn að bulla og snúa útúr.

  SvaraEyða
 10. Nafnlaus númer átta:

  Mér er gjörsamlega óskiljanlegt hvernig hægt sé að réttlæta það að hagsmunir bænda séu teknir fram yfir hagsmuni neytenda. Og mér er líka óskiljanlegt að hafa einhvern trúð sem landbúnaðarráðherra sem bullar þvílíkt og snýr útúr að maður skilur ekki neitt í neinu.

  Ég vil að Ísland gangi í ESB, ég vil að við opnum landið okkar í báðar áttir þannig að bændur geti selt sínar afurðir á erlendan markað og við neytendur getum keypt okkur ódýrari matvöru.

  Þannig virkar nútíma hagkerfi.

  Kerfið á Íslandi í dag miðar eingöngu að þörfum og hagsmunum bænda. Kerfið er lokað fyrir innflutning á erlendum afurðum nema gegn himinháum tollum sem notaðir eru til að niðurgreiða innlendu framleiðsluna sem nú þegar er selt á erlendan markað.

  Sanngjarnt? Nei, Hagkvæmt? Ónei.

  Ég vil alls ekki að neinn missi vinnuna, ég vil bara að Ísland sé hluti af alþjóðasamfélagi og hér sé hægt að lifa

  SvaraEyða
 11. HAHAHA... Ertu viss að osturinn sé hollenskur ?

  SvaraEyða