sunnudagur, 21. ágúst 2011

Hóphaup - Gróf neytendablekking

Mig langar að benda á gróft dæmi um neytendablekkingu sem spilar inn á afsláttarsækni landans sem er gjarnan á kostnað skynsemi því afsláttur er bara prósentutala og hið endanlega verð er það sem blífar. Þessu vill fólk gleyma.

Hópkaup auglýsir fartölvu með 40% afslætti en vélin er sögð hafa kostað kr. 145.000 fyrir afslátt og fáist nú á kr. 87.000. Söluforsendurnar eru því þær að neytandinn sé að spara sér kr. 58.000 og fá rándýra klassavél á verulega niðursettu verði,
http://www.hopkaup.is/spraek-asus-fartolva-sem-hentar-vel-i-skolann-og-er-frabaer-heimilisfartolva-a-a-eins-87-000-kr-fra-bo-eind-kostar-145-000-kr-takmarkad-magn-i-bo-i

En við snögga googlun finnst sama vél á kr. 99.000 í Tölvulistanum svo greinilega sést að afsláttarverðið er fiffað til að tilboðið hljómi betur. Fólk er í raun að fá aðeins 12.000 kr. afslátt m/v Tölvulistann en sama vél kostar 70.000 í Svíþjóð sem táknar það að vélin kostar allnokkru minna í heildsölu til íslenskra endursala.

Tölvan er því engin eðalvél heldur bara venjuleg fartölva í ódýrari kantinum sem er seld á fölskum forsendum og kaupendur hafðir að fíflum um leið. Þetta er mjög gróf neytendablekking og jaðrar við skipulega glæpamennsku að mínu mati. En til að dæmið gangi upp þarf líka fáfróða neytendur sem gleypa við öllu sem að þeim er rétt....

Hér er sænska verðið
http://www.prisjakt.nu/produkt.php?p=920379

kv
Gylfi Gylfason

2 ummæli:

 1. Þetta á að kæra til Neytendastofu

  SvaraEyða
 2. Rakst á þessa síðu hérna og grein fyrir tilviljun, veit að þetta er skrifað í ágúst 2011 en engu að síður fór ég að skoða þetta og rakst þá á þetta...

  Hér sést að hjá Boðeind kostar tölvan í dag (maí 2012) 95.900 kr. en einungis 84.990 kr. hjá tölvulistanum! Mér brá ekkert smá að sjá þetta sérstaklega í ljósi þess að nú, nokkrum mánuðuð síðar er tölvan orðin ódýrari hjá Tölvulistanum heldur en hún var á 40& afslátti hjá Boðeind og Hópkaup. Sorlegt að það sé hægt að blekkja neytendur með þessu móti.

  http://www.bodeind.is/k53e.html

  http://tolvulistinn.is/vara/23516

  Tilboðið hjá Hópkaup 2011:

  http://www.hopkaup.is/spraek-asus-fartolva-sem-hentar-vel-i-skolann-og-er-frabaer-heimilisfartolva-a-a-eins-87-000-kr-fra-bo-eind-kostar-145-000-kr-takmarkad-magn-i-bo-i

  SvaraEyða