Hvað gerir veitingahús að fjölskylduvænum stað? Er það ekki helst það að gert sé ráð fyrir börnum á staðnum? Að þangað sé þægilegt og gaman að fara með krakkana? Nú bjóða nokkrir veitingastaðir upp á ódýran – jafnvel ókeypis – mat fyrir yngstu fjölskyldumeðlimina, auk þess að leggja metnað í leikhorn og afþreyingu. Kíkjum á tíu dæmi af Stór-Reykjavíkursvæðinu. Það mætti jafnvel kalla þetta Topp 10 af fjölskylduvænum veitingahúsum í höfuðborginni. Þessi listi er þó auðvitað langt því frá tæmandi.
Græni risinn
Græni risinn á Grensásvegi er með létta og holla rétti. Staðurinn er sérlega hagstæður fyrir fjölskyldufólk til 15. nóvember því réttir af barnamatseðli fylgja frítt fyrir allt að tvö börn þegar foreldrar kaupa rétti af matseðli.
Hamborgarabúllan
Búlla Tómasar Tómassonar er traustur staður. Barnaskammtur: Borgari eða samloka, franskar og gos fyrir 12 ára og yngri kostar 790 kr. Í útibúinu á Bíldshöfða er boðið upp á barnahorn.
Lauga-ás
Veitingahúsið Lauga-ás var fyrst íslenskra veitingastaða til að taka í notkun sérstakt barnahorn. Sjö réttir eru í boði fyrir börn (yngri en 12 ára) á verðbilinu 695 – 995 kr.
Piri – Piri
Allir barnaréttir á Piri-Piri, Geirsgötu, kosta 710 kr. Í Piri-Piri er Piri-land. Það er 30 fermetra leiksalur fullur af leikföngum, og inniheldur þar að auki brúðuleikhús, víkingaskip, risakubbahorn og sjónvarpsherbergi.
Potturinn og pannan
Í Pottinum og pönnunni í Brautarholti er rúmt til veggja og barnahorn. Ýmsir réttir fyrir 12 ára og yngri eru í boði á verðbilinu 980 – 1.390 kr.
Ruby Tuesday
Þægilegt er að fara með krakka á Ruby, nóg pláss og mikið á veggjum sem dreifir athyglinni. Börnin fá bók og liti og geta valið um ýmsa rétti á bilinu 590 – 790 kr.
Saffran
Saffran hefur slegið í gegn síðustu misserin með létta og holla rétti. Dags daglega eru í boði fimm réttir fyrir börn á bilinu 450 – 600 kr. Á sunnudögum til 15. desember fá svo krakkar að 10 ára aldri fría rétti af barnamatseðli þegar foreldrar kaupa rétti af matseðli.
Shalimar
Séu krakkarnir tilbúnir í framandi kost er gaman að fara með þá í krydduðu réttina í Shalimar í Austurstræti. Þar er boðið upp á nokkra bragðsterka rétti fyrir 12 ára og yngri á verðbilinu 890 – 1.290 kr.
Super Sub
Í Super Sub er eitt metnaðarfyllsta barnahorn landsins, rennibraut og boltaland í fjörutíu fermetra plássi. Barnasamlokur má fá á 499 kr., en vinsælast meðal barnafólks er að fá sér fjölskyldutilboð: Tvær pítsur með tveimur áleggstegundum og 2 L af gosi á 2.990 kr. Í eftirrétt er tilvalið að fá sér ís á Yo Yo ís, nokkrum húsum neðar á Nýbýlaveginum.
T. G. I. Fridays
Í Smáralindinni er Íslandsdeild þessarar amerísku keðju og þar má fá ýmsa rétti fyrir 12 ára og yngri á bilinu 395 – 965 kr. Börnin fá litablað og liti. Á fimmtudögum er fjölskyldutilboð. Þá fást allt að tvær fríar barnamáltíðir með hverjum aðalrétti. Og til að gera kjörin enn betri eru ókeypis Buffalo vængir með öllum aðalréttum á fimmtudögum.
Dr. Gunni (birtist í Fréttatímanum 29/10/2010)
Hæ, hæ, flott umfjöllun um barnvæna veitingastaði í Fréttatímanum í dag. Mér finnst reyndar alveg vanta Ikea inn á þennan topp 10 lista, fjölskylda mín (2 börn, 4 og 8 ára) hefur gert sína eigin gæðakönnun á barnvænum veitinastöðum og þar kemur Ikea langbest út, skorar hátt á að vera barnvænn veitingastaður með leikhornum, barnamáltíð ókeypis ef keypt er fullorðinsmáltíð og svo finnst börnunum mínum matur þar einfaldlega bestur og þar er engu leift, það er einna helst að kósíheitin fyrir okkur fullorðnafólkið eru engin á þessum veitingastað.
SvaraEyðaArnþrúður K
Hvar eru staðir í þessum verðflokki(1000-1500kr) sem eru ekki barnvænir svo maður geti almennilega slakað á (sorrý á ekki börn og langar ekki að eignast svoleiðis og sem dæmi er ég með árskort í Actic í Kópavogi og fer helst bara í gömlu laugina við Borgarholtsbraut og í klefana sem eru niðri því þangað fara ekki organdi krakkar með læti). Reyndar sem krakki var ég mjög mikið í því þegar ég var tekinn með á Hard Rock að biðja um að tónlistin yrði minnkuð um meira en helming og finnst hávaði við borðhald mjög truflandi. Þess vegna er ég ekki mjög hrifinn af þessum stöðum því annaðhvort er maturinn ekkert spes(Saffran,T.G.I. Fridays),vondur(Hamborgarabúllan) eða hávaðinn að æra óstöðugan ef mætt er á matmálstíma 18-21(Ruby og American Style).
SvaraEyðaGet líka mælt með Nítjándu í Turninum í Kópavogi. Þeir eru með fjölskylduvænt umhverfi þessa dagana og eru með hlaðborð á kvöldin fyrir alla í fjölskyldunni. Þetta er kannski frekar dýrt m.v. þá staði sem þið hafið talið upp hér að framan en fyrir fullorðna kostar 3.950 kr. og fyrir börn 950 kr. held að það sé miðað við 12 ára og yngri. Það er mjög flott hlaðborð hjá þeim. Allt frá sushi til nautasteikar. Austurlenskir kjötréttir og fl. Einnig er sérstakt hlaðborð fyrir börnin en þau mega líka borða af hinu hlaðborðinu ef þau vilja. Svo er disney herbergi fyrir börnin til að leika sér og er starfsmaður þar sem fylgist með.
SvaraEyðaÉg fór með fjölskyldu mína á laugardagskvöldi og var frábært að geta farið með börn á stað sem er fínni en hamborgarastaður. Allir alsælir með matinn og aðstöðuna.
Endilega kíkið á heimasíðu þeirra ef þið viljið skoða þetta meira
http://www.turninn.is/nitjanda
Ég er reyndar komin með leið á hve einhæfir barnamatseðlar eru oft og lítil fjölbreyttni. Þekki reyndar ekki barnamatseðla á öllum þessum stöðum.
SvaraEyðaNafnlaus, ég mæli með eldhúsinu heima hjá þér. Þar getur þú stjórnað umhverfinu alveg sjálfur og engin óvænt læti koma þér úr jafnvægi :-)
Nafnlaus #4 engin óvænt læti eru á þessum barnvænu stöðum heldur stöðug læti sem ærir óstöðugan. Finnst ekkert huggulegt að fara á American Style eða Ruby Tuseday því ég næ ekkert að slaka á á þessum stöðum verð bara upptjúnaður. Ég fer á þessa staði til að losna við eldamennsku og uppvask og til að slaka á eftir mikið áreyti samfélagsins allan daginn. Því þykir mér t.d. mjög þægilegt að taka strætó því þá er maður laus við áreyti frá misvitrum ökumönnum í umferðinni og getur jafnvel lesið í bók og slakað á(oftast ekki á stóru leiðunum á álagstímum).
SvaraEyða