föstudagur, 12. febrúar 2010

Brimborg - okursaga

Hér er reynslusaga mín af Brimborg:
Systir mín á Daihatsu Terios smájeppa ekinn um 80.þ. km. og kom til mín út
af smellum í öxli að framan þegar lagt er á bílinn, einkenni um að
öxulliður sé að gefa sig. Hringdi í Brimborg til að kanna með
varahlut....ekki til, bara hægt að panta og þá bara allan öxulinn,
kostaði yfir 100.000 kr. sagði maðurinn. Það leið næstum yfir mig. Ég
hellti mér yfir hann tilkynnti honum að þetta félag, Brimborg, væri
glæpastofnun. Leitaði í öðrum verslunum að þessum varahlut en fékk hvergi.
Endaði með að ég pantaði öxulliðinn frá Bretlandi (fann hann á Ebay),
kostaði þar 16 GBP, EÐA HEILAR 3.000 KR. Komið heim með öllum gjöldum (tók
viku) kostaði liðurinn 12.000 kr. og með ísetningu um 25.000 kr. komplet.
Skilaboð mín til Brimborgar, þetta er algjör og fullkominn dónaskapur að
bjóða viðskiptavinum upp á svona þjónustu. Haldið þið að fólk hafi ekkert
annað við peningana að gera en að láta stela þeim af sér? Ég held að þið
ættuð að fara að hugsa ykkar gang.
Magnús

8 ummæli:

  1. jahérna hér, eins gott að athuga alla möguleika áður en maður sættir sig við svona okur

    SvaraEyða
  2. Heldur virkilega að það borgi sig fyrir brimborg að eiga einhverja smáhluti í Daihatsudruslur.

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus 15. febrúar 2010 00:12:
    Brimborg er umboðsaðili fyrir Daihatsudruslur. Og já sem umboðsaðili fyrir einhverja vöru ber þér að eiga hana til eða geta reddað henni til landsins óháð því hvort sem það borgar sig eða ekki.
    Ef það borgar sig ekki að eiga smáhluti í "daihatsudruslur" þá getur umboðið bara sleppt því að titla sig sem umboðsaðila fyrir þessa vöru.

    SvaraEyða
  4. Brimborg tekur undir það að verð á þessum varahlut er hátt. Því miður er það svo að framleiðandi útvegar þessa vöru ekki nema sem samsettan hlut (ekki hægt að kaupa einstakar einingar sem eru bilaðar), það er að segja allan öxulinn. Verð á öxlinum sem var gefið upp af framleiðanda er sambærilegt við verð í Evrópu hjá Daihatsu því það hefði þurft að panta þennan hlut þaðan. Hátt innkaupsverð frá birgja er ástæðan fyrir háu verði. Við getum skilið óánægju neytandans og fögnum að hann hafi fundið þennan íhlut í öxulinn á lægra verði.

    Kv. Sigurjón Ólafsson, framkvæmdastjóri eftirþjónustusviðs Brimborgar

    SvaraEyða
  5. Afar fyndið að sjá hvernig hugarfar Magnúsar og Nafnlaus endurspeglast í glæpsamlegum drusluorðum þeirra. Aðdáunarvert af Brimborg að láta sér detta í hug að svara svona skítkasti.

    Guðjón

    SvaraEyða
  6. Merkilegt Guðjón að þú skulir eyða orku í að kalla þetta skítkast, og kannski enn merkilegra hvað þú tekur „yfirmáta vel“ undir orð Sigurjóns.

    Ertu kannski annar af Guðjónunum sem vinna sem bifvélarvirkjar á fólksbílaverkstæðinu ? Eða kannski Guðjón viðskiptagreinir ?

    Hver þessarra Guðjóna sem þú kannt að vera, þá vil ég benda á röksemdavillu á málfærslu Sigurjóns.

    Sigurjón segir: „framleiðandi útvegar þessa vöru ekki nema sem samsettan hlut (ekki hægt að kaupa einstakar einingar sem eru bilaðar)“

    Eru semsagt allir hlutir sem ekki eru samsettir bilaðir, og allir samsettir hlutir ekki bilaðir ? Það er áhugaverður vinkill, en kolvitlaus.

    Til viðbótar vil ég taka fram að hátt innkaupsverð birgja er sjaldnast ástæðan fyrir háu verði, heldur hreinlega leti starfsmanna í innkaupum. Það vill nefnilega þannig til að samkvæmt Evrópulöggjöf um frjáls viðskipti megið þið kaupa inn vöruna _hvar sem er innan Evrópska Efnahagssvæðisins_. Það þýðir að ef viljinn er fyrir hendi, þá getið þið keypt vöruna í Grikklandi, ef það skilar ykkur hagstæðari innkaupum.

    Að auki má svo bæta því við að í mjög mörgum tilfellum er _sama varan_ framleidd undir _mismunandi merkum_ fyrir _marga bílaframleiðendur_. Það þýðir að það gæti alveg verið til Mazda, Toyota, Izuzu eða Honda öxull sem er nákvæmlega eins og Daihatsu öxullinn. Það gæti þýtt enn lægra verð en „birgirinn“ býður.

    Að lokum, ég hef starfað hjá mjög þekktu vörumerki hérlendis sem viðhefur nákvæmlega sömu afsakanir og þessa. Þetta er í lagflestum tilfellum prump og munnræpa af verstu sort. Álagning á innkeypta hluti er lag oftast í beinu hlutfalli við hversu „glamúr-legt“ innflytjanda þykir hluturinn vera, ekki hlutfallið við hvað kostar að eiga hann á lager.

    Dæmi er t.d. hljóðkútur á algenga gerð mótórhjóls hér sem kostar á þriðja hundrað þúsund. Sami kútur kostar út úr búð hjá viðurkenndum þjónustuaðila í BNA heila $400.

    Nema dollarinn hafi rokið í $750 eða Tollstjóri og starfslið hans (blessuð verði minning þeirra - vonandi) hafi lagt 5000% mengunarskatt á þessa kúta, þá kemur ekkert til nema álagning innflytjenda.

    Sömuleiðis framrúður sem eru frá 3x dýrari og upp 12 sinnum dýrari en á meginlandinu (hvort sem miðað er við BNA eða Evrópu).

    Að lokum má svo minnast á hjólin sjálf, en ákvðið hjól sem kostaði hér (fyrir hrun) 2.6 milljónir, kostaði á sama tíma í Svíþjóð (sem hafði hærri skattprósentu en hér (25% þar, 24.5% hér), hærri mengunarskatta og sömu vörugjöld (30%)) heilar heilarúllandi 1.35 milljónir.

    Það hefur bara tíðkast hér á landi að „selja með yfirbyggingu“ - þ.e. viðskiptavinurinn verður að borga fyrir glerhallirnar sem fyrirtækið þarf til að sinna sýniþörf starfsmanna sinna, svo og til að standa undir bónusgreiðslum rekstraraðila sem enga ábyrgð bera á gjörðum sínum.

    „Hækkun í hafi“ er hugtak sem allt of margir verslunareigendur nota sem borðbæn.

    Það verður ekki fyrr en það er búið að hengja (myndlíking) útrásardrengina og alla smjattpattana sem á eftir þeim komu í langri halarófu upp í hæsta tré að íslensk fyrirtæki fara að átta sig á því til hversvegna þau eru til.

    SvaraEyða
  7. Svar til síðasta nanfnleysingjans.

    Ég veit ekki hvaða pælingar þetta eru um það hver sé Guðjón og ættu pælingarnar kannski miklu frekar að vera hver sé nafnlaus.

    En í fyrsta lagi þá eru þessi setning þín "Eru semsagt allir hlutir sem ekki eru samsettir bilaðir, og allir samsettir hlutir ekki bilaðir ? Það er áhugaverður vinkill, en kolvitlaus." fullkomlega óskiljanleg og algerlega ómögulegt að átta sig á því hvert þú ert að fara.

    Sigurjón, fyrir hönd Brimborgar er einfaldlega að benda á að Daihatsu útvegar þennan hlut eingöngu samsettan og því er hann dýrari. Varðandi að kaupa hlutinn annarsstaðar frá en frá Daihatsu þá vitum við það auðvitað mæta vel eins og kemur fram hjá Sigurjón þá hefðum við pantað þennan hlut frá Evrópu og þess vegna Grikklandi ef því væri að skipta. Verðið er því miður ekki lægra þar.

    Starfsmenn okkar eru í stöðugri leit að varahlutum fyrir okkar bíla og nákvæmlega engin rök fyrir leti okkar manna vegna þess að þú vannst með mönnum sem voru að þínu mati latir. Myndi frekar flokkast undir skítkast eins og Guðjón bendir á. En það hittir venjulega þann fyrir sem kastar skítnum.

    Jú, verð varahluta endurspeglast að mestu leiti vegna innkaupsverðs framleiðanda. Þannig er það og þú virðist ekki þekkja vel til ef þú heldur annað.

    En eins og Sigurjón benti á þá erum við sammála að verð þessa hlutar eins og hann er boðinn frá Daihatsu er of hátt og fögnum við því að sá sem að honum leitaði hafi fundið hann ódýrar.

    Með kveðju
    Brimborg
    Egill Jóhannsson, forstjóri

    SvaraEyða
  8. það er eingin vilji hjá brimborg að útvega varahluti nema orginal rándýra

    SvaraEyða