sunnudagur, 14. febrúar 2010

Subway - ábending

Ég fór á Subway í Skeifunni og ákvað að fá mér bát. Sé auglýsta stjörnumáltíð þar sem maður bætir við 280 krónum og fær þá miðstærð af gosi með og velur svo um 2 smákökur eða snakk. Ég valdi smákökurnar. Við hjónin borðuðum þetta með bestu lyst en þegar heim var komið fór ég að skoða kvittunina og sé þá að í raun borgar maður 290 krónur fyrir þessa stjörnumáltíð. Það er stimplað inn gosglas á 239 krónur og smákökur á 199 krónur, svo dragast frá 148 krónur. Samkvæmt mínum útreikningum standa þá eftir 290 krónur en ekki 280 eins og er auglýst á veggnum hjá þeim. Þó manni muni kannski ekkert mikið um þennan tíkall þá er subway að græða alveg slatta á þassu því þetta er fljótt að safnast saman. Ég sendi þeim ábendingu og vona að þetta verði leiðrétt en ég vildi benda fleirum á þetta.
KV Margrét

7 ummæli:

 1. Og ég vil benda hinum týpsíska meðal Íslendingi með slæma neytendavitund að skoða kvittunina við kassan svo maður sé ekki tekinn í óæðra þegar heim er komið!!!!!!!!

  SvaraEyða
 2. Er einhver spes skóli sem þið farið í til að læra að tuða svona eða???

  SvaraEyða
 3. Jamm, þokkalega tekinn - út af 10 krónum!

  SvaraEyða
 4. upphæðin er ekki aðalmálið - prinsipp að láta ekki svindla á sér

  SvaraEyða
 5. Það hefði nú kannski verið nær að senda Subway þessa ábendingu; 3,5% aukalega flokkast varla undir okur, þó auðvitað sé það hrikalega hallærislegt að auglýst verð standist ekki.

  Kv, G.

  SvaraEyða
 6. Viðkomandi sendi Subway ábendingu, lesa áður en dæmt er!

  SvaraEyða
 7. Haha ok ég var ekki búin að sjá að þetta væri komið hér inn (ein slow) EN mér leið ekki illa út af þessum 10 krónum, mér var boðið að fá þær endurgreiddar sem ég afþakkaði EN málið er að fyrirtækið er að græða 10 krónur á hverjum viðskiptavini sem kaupir þetta tilboð og það er ansi fljótt að safnast saman. Þetta er vinsælt tilboð sem margir nýta sér...
  Þetta er ekki fyrsti eða síðasti staðurinn sem gerir þetta, Hagkaup er t.d. vel þekkt fyrir að hafa ekki réttar verðmerkingar í hillu og ég er orðin leið á að láta svindla á mér. Þess vegna vildi ég benda á þetta....

  Og eins og ég sagði í upphaflegu sögunni þá sendi ég ábendinguna á subway áður en ég sendi þetta hingað.

  SvaraEyða