fimmtudagur, 4. febrúar 2010

Svekktur með Símann

Er mjög ósáttur við þetta 6 vinakerfi símans. Keypti mér um daginn svona áskrift og fattaði mjög fljótlega að þessar 1900 kr. voru engin inneign heldur bara fyrir þjónustuna. Ok fínt og blessað...þarna átti ég samt 6 vini og það átti sko að nýta. Þegar ég hinsvegar var búinn að nota þjónustuna í hálfan mánuð og reyndar kaupa mér inneign fyrir hina vinina sem ekki voru á þessum lista, ákvað þetta blessaða fyrirtæki að byrja að rukka mig um eitt númer á listanum, sem að á endanum kláraði inneign mína fljótt því að ég hélt náttúrulega að ég væri að hringja í það á þessum vinaskala.
Svörin sem ég fékk frá þjónustuverinu eftir ítrekaðar tilraunir, voru á endanum að ég væri með 2 heimasímanúmer á listanum mínum og að það mætti bara hafa eitt. Það stendur hinsvegar hvergi í skráningarferlinu að svo sé og þegar ég spurði gaurinn í þjónustuverinu eftir því hvar það stæði gat hann ekki svarað.
Ég var hvergi varaður við því að ég mætti ekki hafa 2 heimasímanúmer, samt ákváðu þeir að rukka mig hálfum mánuði seinna um það númer sem ég hafði notað....ekki hitt númerið sem ég hafði ekki notað(skrítin tilviljun). Þannig að það mætti segja að ég hafi átt 5 vini og 1 óvin samkvæmt þessu (en gott fyrir símann því að auðvitað græða þeir bara meira á því). Mjög mikið túlkað þeim í hag, og svörin "afþví bara".
Ég verð að segja að það er skítalykt að þessu og ég held að ég geti ekki litið Símann sömu augum eftir þetta.
Ps. Er búinn að vera í viðskiptum við símann síðan 1987.
kv, Einn svekktur

13 ummæli:

 1. Ég var með svona áskrif þar sem ég hafði 6 vini og ég gat ekki séð annað en að ég borgaði ákveðið byrjunargjald af öllum símtölum :S

  SvaraEyða
 2. Síminn er ömurlegur. Hringir í mann um miðjan des í hitt í fyrra og bíður manni að fara í ADSL pakka ofar því ég var að fara yfir á þeim pakka sem ég var með. Allt gott með það nema það er ekki fyrr en á reikningnum í mars fyrir febrúar sem að þessi pakki kemur inn.

  SvaraEyða
 3. Ef ég væri þú myndi ég neita að borga og bera við óeðlilegum viðskiptarháttum, það myndi þó byggja á því að hvergi í skilmálunum komi fram samsettning heimasíma vs gsm síma. Farðu með þetta svo eins langt upp stjórnendaskalann og hægt er og vertu ákveðinn.

  SvaraEyða
 4. Jamm, ekki láta vaða yfir þig. Þú ert í greinilegum rétti.

  SvaraEyða
 5. enn og aftur minna á, að TAKA UPP símtölinn við þessa sölumenn sem að hringja í ykkur. Það hefur leyft mér tvisvar sinnuum að TROÐA uppí liðið þegar að "miskilningurinn" kemur með reikningnum. Altaf gaman að spila upptöku af sölumanni fyrir gjaldkerana og seigja þeim að drullast til að leiðrétta reikninginn :)

  SvaraEyða
 6. Bendi samt fólki á að það er ólöglegt að taka upp símtöl nema að báðir málsaðilar viti af því að upptaka sé í gangi.

  Að efni færslunnar sjálfrar : Tala við yfirmann, það virkar nær alltaf þegar átt er við stórfyrirtæki eins og Símann.

  SvaraEyða
 7. Sæll Einn Svekktur.

  Þar sem þú skrifar ekki undir nafni er erfitt fyrir okkur að leysa þetta mál með þér hér og nú en gætirðu sent okkur línu á siminn@siminn.is með „Vegna Okursíðu" í subjectinu og við höfum samband við þig.

  Hér er um að ræða mál sem hefði átt að vera hægt að leysa með einhverjum hætti þegar þú hringdir til okkar en því miður hefur það eitthvað misfarist. Okkur er því mikið í mun að leysa þetta mál með þér svo að allir skilji sáttir.

  kveðja,
  Guðmundur hjá Símanum

  SvaraEyða
 8. Nei gott að sjá Símamenn vakna til lífsins. Ættu að hafa það fyrir reglu að kíkja MJÖG reglulega á okursíðuna því þeir fá langmestu skotin af símafyrirtækjunum og líka að mér sýnist flestu okurdæmin af öllum fyrirtækjum.

  SvaraEyða
 9. Það hefur aldrei verið mikið mál að fá lausn mála hafi eitthvað komið uppá varðandi reikinga og/eða tæknileg vandamál í mínum samskiptum við Símann, helst hvað það tekur stundum langan tíma, virðist langur ferill innan fyrirtækisins þegar reikningar eru ekki alveg í samræmi við það sem átti að vera, en sem sagt gott að fá leiðréttingu sinna mála hjá þeim.

  SvaraEyða
 10. Síminn er bara eitt stórt svindl, yngri kynslóðin er farin að átta sig á því enda í 90% tilfella þegar þú talar við unga fólk hafa þau ekkert gott að segja um símann, leiðilegt fyrir síman að fá þetta álit á sig frá þeim því þetta er framtíðar viðskiptavinir.
  Mín reynsla frá símanum er 140þ skuld frá þeim útaf þau gerðu mistök en vildu ekki viðkenna það, Allan þann tíma sem ég reyndi að fá þessu breytt ókust vextinir og í lokin varð ég að borga þetta. Þetta voru mín seinnustu samskipti við símann

  SvaraEyða
 11. Símaþjónusta á Íslandi er ekkert ósvipuð "Boiler room" símasvindli. Eins og einn Íslendingur er í haldi fyrir í Lundúnum.
  Ég vann við þetta í smá tíma heima að selja símaáskriftir og ég hætti. Ég hafði ekki samvisku í þetta ég meikaði ekki að leggja heiðarleika minn að veði fyrir eithhvað fyrirtæki. Þó voru þó skemmtilegt fólk að vinna þarna.
  MVH
  BRF

  SvaraEyða
 12. Við lentum í því hérna á okkar hemili að það opnaðist óvænt á allar erlendar stöðvar sem þeir bjóða upp á ... Hugsuðum ekkert meir út í það á þeim tíma nema að þeir hlytu að vera að bjóða upp á eitthvað frítímabil til að lokka fólk í áskrift hjá sér.... þetta gekk á annan mánuð, síðan næsta mánuð þar á eftir fáum við senda rukkun um þennan tíma sem að dagskráin var opin. Hringdum alveg brjáluð yfir þessari rukkun og fengum þetta algerlega dæmalausa svar frá stelpugreyinu sem var á hinum endanum "En horfðuð þið ekki á þetta?" Jú en ég legg mig heldur ekki fram við að skutla dagblöðum á sínar skrifstofur ef þau lenda óvart í póstkassanum hjá mér!! var okkar svar,,, það tók heillangan tíma og mikið streð að fá þessa skuld fellda niður því að þar sem að við notum ekki kreditkort og ekkert var til á pappírum um að við hefðum beðið um þessa þjónustu nokkurn tíma þá var þetta fellt niður,, en það tók um 2 mánuði að fá símann til að viðurkenna sín mistök í þessu máli. Mun aldrei skipta við símann í framtíðinni.

  SvaraEyða
 13. Ég stóð í stappi við Símann á sínum tíma þar sem rukkað var fyrir sjónvarpsþjónustu þegar enginn var sjónvarpsmóttakarinn á heimilinu. Gekk það svo langt að þeir lokuðu fyrir Internetið hjá mér en rukkuðu samt fyrir þann tíma sem lokað var. Alltaf voru allir þjónustufulltrúar sérlega kurteisir og skilningsríkir en aldrei nokkurn tíma gerðist neitt fyrr en ég fór og talaði við yfirmann og fór bara ekki fet fyrr en ég fékk allt fellt niður og meira að segja endurgreitt smá summu.

  Þetta var ekki nema um átta mánaða ferli eða svo en mestu máli skiptir að láta ekki snuða sig, hvort sem fyrirtækið gerir það fyrir slysni eður ei.

  Og eftir þetta grannskoða ég alla reikninga og afsláttarkjör... og reyndar afþakka alla sölumennsku og "kostakjör" sem sem manni er sífellt boðið því það hefur aldrei brugðist að alltaf fylgir böggull skammrifi... þetta er eiginlega bara spurning um hvaða fyrirtæki á þessum markaði er minnst verst. :p

  SvaraEyða