mánudagur, 15. febrúar 2010

Brimborg - þjónustuskoðun

Langaði að benda á eftirfarandi misræmi í verðlagningu bifreiðaverkstæða.
Þjónustuverkstæði Brimborgar í Reykjavík rukkar 12.500 kr./klst vegna þjónustuskoðunar á Volvo á meðan verkstæði í Keflavík sem hefur heimild til að framkvæma samskonar skoðun fyrir Brimborg rukkar 5000 kr./klst. Maður á verkstæðinu í Reykjavík skýrir munin út með mismunandi verkefnastöðu. Þ.e Reykjavíkurverkstæðið getur rukkað morðfjár fyrir bara vegna þess að það er mikið að gera hjá þeim!
Er þetta eðlilegt?
Kveðja,
Elvar

6 ummæli:

  1. Ég hef þurft að fara með minn Volvo í 2 ára skoðun hjá Okurbúllunni Brimborg og það kostaði littlar 67 þúsund þetta fyrirtæki er sko ekki í lagi...

    SvaraEyða
  2. Þetta er þó skárra en einokunarkerfi Toyota - þeir spyrja um númer bílsins, slá það inn í tölvu og voila - sama okurverð hvaða útkjálka sem þú ferð á.

    SvaraEyða
  3. Vegna ofangreindar færslu vill Brimborg koma því á framfæri að ekki er verið að bera saman sömu hlutina, þ.e. samanburður er á tímagjaldi en ekki heildarverði þjónustuskoðunar. Tímaverð á þjónustuskoðun hjá Brimborg byggir á viðmiðun við tímaeiningu framleiðanda á meðan Skipting innheimtir rauntíma. Þar að auki er verðið sem gefið er upp í færslunni hjá Brimborg með virðisauka en verðið frá Skiptingu án virðisauka en Brimborg gefur alltaf upp verð með virðisaukaskatti en annað er ekki lögmætt.

    Brimborg selur allar þjónstuskoðanir á föstu verði skv. tíma einingakerfi framleiðanda enda skylt samkvæmt lögum að upplýsa viðskiptavin um kostnaðaráætlun. Það er þá áhætta Brimborgar ef verkið tekur of langan tíma. Ef tekið er dæmi á tveggja ára skoðun á Volvo S40 þá er Brimborg að innheimta 1,2 klst fyrir þjónustuskoðun á Volvo S40. Verð p/klst. er 11.794 kr. en ekki 12.500 kr. eins og kemur fram í færslunni. Vinnuliðurinn er því 1,2*11.794= 14.153 kr. m/vsk.

    Skipting notar ekki sömu aðferðafræði við útreikning á verki þar sem rauntími er ekki það sama og einingakerfi framleiðanda. Samkvæmt upplýsingum frá Skiptingu þá eru þeir að innheimta 2,5-3 klst. fyrir skoðun. Gefum okkur það að Skipting innheimti 2,5 klst., þ.e. lægri tímafjöldann, og tíminn hjá þeim á 5000 kr án vsk. Tíminn kostar þá með vask kr. 6.275 og gerir því vinnuliðurinn hjá þeim 2,5*6.275=15.688 með vsk. Niðurstaðan er að Skipting er dýrari en Brimborg.

    Hér í þessu dæmi er því vinnuliður hjá Brimborg ódýrari sem nemur 9% heldur en hjá Skiptingu. Mikilvægt er bera saman kostnað við verkið í heild en ekki tímagjald nema vitað sé hve langan tíma verkið tekur. Aðeins er hægt að vita hve langan tíma verkið tekur ef notast er við fastverðskerfi eins og Brimborg vinnur eftir og smíðað er af þeim framleiðendum sem Brimborg er umboðsaðili fyrir.

    (svör við kommentum:)
    Svar til Nafnlaus
    Brimborg treystir sér ekki að svara þessari athugasemd því forsendur eru óþekktar.

    Svar til Gullvagnsins
    Brimborg hefur ekki áhrif á verðlagningu hjá sínum þjónustuaðilum og verðsamráð af slíku tagi er ólögmætt. Kröfur Brimborgar til sinna þjónustuaðila er að þeir framkvæmi þjónustuskoðanir samkvæmt ferli framleiðenda og að þeir fari að lögum en verðlagning þjónustuaðilans er algerlega á hans ábyrgð.

    Kv. Sigurjón Ólafsson, framkvæmdastjóri eftirþjónustusviðs Brimborgar

    SvaraEyða
  4. Burt séð frá verðlagningunni þá er mín persónulega reynsla sú að þessar skoðanir séu hreint peningaplokk þar sem vinnan er í sumum tilvikum alls ekki unnin.Ég fór með Ford escape model 2004 í 5 ára skoðun í júlí 2009 hjá Nrimborg. Pantaði þann tíma 2 dögum áður en ég átti tíma í bifreiðaskoðun svo allt væri nú tipp topp þegar bíllinn færi í skoðun . Fyrir skoðunina eina og sér átti ég að greiða um 40 þús ( hafði hækkað um 70 % milli ára sem er auðvitað allt of mikið þrátt fyrir gengishrun krónu , ekki hafa launin á verkstæðinu hækkað svona mikið reikna ég með ). Auk þess voru um 20 þús í viðbót sem var smurþjónusta og viðgerð á útvarpi , allt mjög eðlilegar upphæðir. Síðan kemur í ljós við bifreiðaskoðun 2 dögum síðar mjög augljós bilun þar sem allt var löðrandi í olíu utan á búnaði innan við annað framhjólið ( kann ekki að nefna þetta nánar á fagmáli þar sem ég er ekki með nótuna við hendina þar sem ég er staddur nú ), þarna þurfti að skipta um ákveðið stykki og var það gert á verkstæði Brimborgar og kostaði efni og vinna við það um 20 þús sem ég var ekkert ósáttur við. Það sem ég var ósáttur við var að borga 40 þús fyrir þessa "skoðun" sem greinilega hafði ekki verið framkvæmd og lét það skýrt í ljós , þetta voru hrein vinnusvik enda bilunin augljós þegar bíllinn var tjakkaður upp á sdkoðunarstöð Frumherja. Ég gat prúttað heildarreikninginn niður úr rúm 80 þús í rúm 60 þús en auðvitað hefðu starfsmenn Brimborgar átt að sjá sóma sinn í að fella alveg niður gjaldið fyrir "skoðunina". Það er engin ástæða til að láta plokka af sér þetta "skoðunargjald " ef bíllinn er kominn úr ábyrgð , fara með bílinn á smurstöð reglulega og svo í bifreiðaskoðunina og svo á verkstæði ef eitthvað finnst sem þarf að laga. Ég geri ráð fyrir að ábyrgðin sé skilyrt því að mætt sé í þessar skoðanir.
    Hér var um að ræða bifreiðina LS-815.

    Jón Benediktsson

    jbenediktsson@hotmail.com

    SvaraEyða
  5. Egill Jóhannsson7. mars 2010 kl. 17:52

    Sæll Jón

    Ég mun láta bóka þessa kvörtun hjá okkur, greina hana og koma með svar til þín. Varðandi ábyrgð þá er lögbundna ábyrgðin ekki háð því að menn komi með bílinn í skoðun.

    Viðbótarábyrgð er aftur á móti háð því að mætt sé reglulega í þjónustuskoðanir frá upphafi en auðvitað hefur kaupandinn rétt á að sleppa þeim. Þetta kemur allt mjög skilmerkilega fram við kaup á bílnum og afhendingu hans þar sem farið er yfir þetta með viðskiptavinum.

    Kveðja
    Brimborg
    Egill Jóhannsson, forstjóri

    SvaraEyða
  6. Jón Benediktsson7. mars 2010 kl. 18:28

    Sæll Egill

    Takk fyrir að svara mér og fyrir að ætla að skoða málið. Geri mér grein fyrir að það er æskilegra að koma með kvartanir sem fyrst eftir viðkomandi atvik en kom því ekki í verk á sínum tíma.

    Bestu kveðjur

    Jón Benediktsson

    SvaraEyða