Ég hef mikið verið að spá í því ágæta fyrritæki Stef.
Þegar maður kaupir harðan disk borgar maður gjald til stef
Þegar maður kaupir mp3 spilara borgar maður gjald til stef
Þegar maður kaupir tóman geisladisk eða DVD disk borgar maður gjald til stef
Þegar maður kaupir stafrænan diktarfón til þess að taka upp sitt eigið efni borgar maður gjald til stef
Útvarpstöðvar borga skilst mér um 500 þúsund kall á mánuði til stef
Verslanir sem leyfa þessari útvarpstöð að hljóma í verslununni borga líka til stef þó útvarpstöðvarnar séu búnar að borga þetta
Öruglega líka eitthvað gjald sem fer til stef þegar maður kaupir sér útvarpstæki án þess að ég sé alveg viss.
Ég er bara svona að velta vöngum yfir öllu því sem maður kaupir sem tengist tónlist á engan hátt, ég er með harðan disk sem ég nota EINGÖNGU fyrir ljósmyndir sem ég hef tekið. Samt borgaði ég gjald til stef þegar ég keypti þennan harðadisk.
En já þessi hugleiðing mín snýst aðalega um það hvað það er lagt mikið á allskyns vörur sem rennur beint til stef þó svo að maður noti viðkomandi vöru ekki á neinn hátt fyrir tónlist.
Hvað á það t.d. að þýða að verslun þurfi að borga stefgjöld fyrir að leyfa útvarpstöð að hljóma í viðkomandi verslun þegar útvarpstöðin sjálf er búin að borga það líka. Þetta er dæmi um að rukka fyrir sama hlutinn tvisvar að mínu mati.
Já ég skal bara fúslega viðurkenna það að mig langar mjög svo til þess að stofna almennilega tónlistarútvarpsstöð en þetta 500 þúsund króna stefgjald í hverjum mánuði kemur því miður í veg fyrir þann draum hjá mér.
Ég velti því stundum fyrir mér hvernig það væri ef Bylgjan og Rás 2 og þessar helstu tónlistarútvarpstöðvar væru bara ekki til. Hvar myndi fólk þá heyra nýja tónlist og uppgvöta hljómsveitir. Ef útvarpstöðvar myndu bara ekki spila tónlist heldur vera bara með talað mál. Myndi plötusala aukast? Nei, þvert á móti yrði það vonlaust fyrir nýja tónlistarmenn að koma sér nokkurntíman á framfæri og enginn myndi kaupa plöturnar þeirra því það vissi enginn hverjir þeir væru.
Það böggar mig í rauninni verulega mikið að útvarpstöðvar þurfi að greiða stefgjöld.
Er stef að rukka oftar en einusinni fyrir sama hlutinn með því að rukka útvarpstöðvar og svo líka verslunina sem lætur útvarpsstöðina hljóma í viðkomandi verslun?
Ég er mjög hlyntur því að kaupa hljómdiska og á ég stórt geisladiskasafn því mér finnst svo gaman að eiga orginal diskinn, stend sérstaklega við bakið á íslenskum tónlistarmönnum, hef það ekki í mér að sækja íslenskan disk á netinu án þess að borga fyrir hann. Fer frekar útí búð og kaupi diskinn. í 300 þúsund manna samfélagi finnst mér ég ekki geta annað en að styrkja viðkomandi flytjanda ef mig langar að njóta tónlistarinnar sem viðkomandi hefur gefið út.
Kveðja,
Tónlistar og útvarpsáhugamaður
og ?
SvaraEyðaÞví miður hugsa ekki allir eins og þú og þess vegna þarf Stef að innheimta öll þess gjöld.
SvaraEyðaStef rukkar ekki fyrir að það hljómi útvarpsstöð í verslunum, þeir rukka ef að tónlist hljómar í verslunum. ef að þú spilar eithvað í versluninni þinni þá borgar þú stefgjöld eftir því hversu margir fermetrar versluninn er. minnir að það sé um 100kr/fm
SvaraEyðaÞú ert að styrkja Íslenska tónlistarmenn hver skipti sem þú kaupir einhvern af þessum hlutum sem þú telur hérna upp.
SvaraEyðaÞað er hinsvegar STEF (Magnús Kjartans) sem er allt annað en að standa sig í að koma þessum peningum áfram í tónlistarmennina sem er verið að innheimta fyrir.
Ég skammast mín ekkert fyrir að ná í Íslenska tónlist án þess að borga beint, hef margborgað fyrir hana þegar.
Mæli frekar með því að Íslenskir tónlistamenn taki sig saman og geri hallarbyltingu hjá STEF komi í veg fyrir þennan þjófnað frá þeim.
Það var reynt í Danmörku að setja álíka gjald á geisladiska og aðrar stafrænar minniseiningar skömmu áður en þetta var innleitt á Íslandi. Það var kveðið niður þar af almenningi á augabragði.
SvaraEyðaÞað er fáheyrt að allar ROM einigar, þ.á.m. MYNDAVÉLAKORT skili fé til STEF á Íslandi. Almenningur blæðir að ósekju.
Þú borgar ekki til stef fyrir myndavélakort. Þú borgar vsk og 10% toll sem er tilkominn vegna úrvinnslugjalds, ekki stefgjalds.
SvaraEyðaEn engur að síður er glæpsamlegt hvað stef fær víða pening af hlutum sem koma þeim ekki við.
Ekki borgar maður fyrir að horfa á málverk eða ljósmynd sem hangir á vegg á opinberum stað. Hvers vegna ætti að marg borga fyrir tónlist??
SvaraEyðaBurt með STEF mafíuna.
Ein vangalvelta. Ef að allir hugsa svona eins og t.d. nafnlaus#7 þá verður kannski úr "hótunum" Bubba að hætta að gefa út diska og fara bara út um landið að spila.
SvaraEyðaJá látum alla þjóðina marg borga stef gjöld bara af því að Bubba vantar pening!!!!
SvaraEyðaBubbi á bara að fara og fá sér lögfræðing og sækja sín gjöld í stef.
SvaraEyðaÞað er þegar búið að skattlegga fyrir einhver hundruði milljóna í nafni Bubba og starfsbræðra hans og systkyna.
Afhverju er Bubbi og allir hinir ekki búnir að fá sinn hlut??
Það þarf að fara að stofna samtök sem berjast gegn STEF.
SvaraEyðaNóg komið af spillingu hér á Íslandi.
Gott bréf, og góð point sem koma þarna fram. Eitt sem ég verð samt að segja: heldur fólk virkilega að það skipti öllu máli að styrkja (hörmulega) íslenska tónlist, en það sé allt í lagi að borga ekki fyrir erlenda tónlist??? Hver er munurinn eiginlega? Erlendir tónlistarmenn eru margir hverjir í mestu vandræðum með að halda plötusamningum vegna þess að fólk stelur tónlistinni þeirra.
SvaraEyðaAlla tónlist á a greiða fyrir, alveg eins og fólk vonandi greiðir fyrir aðra hluti sem það vill eiga. STEF er þó allt annar handleggur, og góð point sem hafa komið hérna um þá mafíu.
Útvarpsstöðvar hér á landi eru annars (að mínu mati)ákaflega lélegar í að kynna nýja tónlist, enda hlusta ég aldrei á útvarp. Ég finn alla mína tónlist á netinu (td með því að nota YouTube og netútvörp) og panta svo diskana á netinu. Það hefur mikið verið talað um það að það hafi orðið hrun í sölu á erlendri tónlist hér á landi. Ástæðurnar eru væntanlega:
1. Fólki finnst bara allt í lagi að stela þessu
2. Fólk kaupir þetta á netinu - miklu ódýrara og þú getur FENGIÐ diskinn (þar sem að það er svo sannarlega ekki gott úrval hérna heima).
Sjálfur kaupi ég mikið magn af diskum (bara núna í febrúar er ég búinn að kaupa í kringum 50 diska á netinu).
Leitt með þessi fáranlega háu STEF gjöld - annars væri ég svo sannarlega til í að koma sjálfur nýrri stöð í loftið, sem myndi þá kynna fólk fyrir fullt af tónlist sem annars heyrist ekki hérna heima. (Held samt að það sé ekki málið að fara að stofna einhverja hlægilega Facebook grúppu "á móti STEF").
Ég er sammála því, að þessar STEF rukkanir ganga alveg út í öfgar. Við Íslendingar eigum svo marga góða tónlistarmenn og ekki allir þekktir enn.
SvaraEyðaRakst t.d. á þessa síðu á netinu með mjög vandaðri tónlist eftir ungan og upprennandi tónlistarmann:
www.myspace.com/dabbistef
lítil ábending, þú borgar ekki heldur stefgjöld af hörðum diskum
SvaraEyðaSko ég er ekki að stela efni á netinu ég er bara að sækja það efni sem vantar á þessa tómu diska sem ég borgaði stefgjöld af
SvaraEyða