fimmtudagur, 4. febrúar 2010

Upptökutæki er MP3-spilari hjá Tollinum

Ég pantaði mér í desember af netinu Zoom H4N upptökutæki (Linkur).
Tækið kostaði án aðflutningsgjalda 40 þúsund krónur.
Svo kemur tækið til landsins og allt í góðu með það. Svo kemur að því að borga tollinn og þá er tollurinn fyrir þetta tæki 30 þúsund krónu (75% af upphafsverðinu að bætast við aftur á tækið).
Ég ákvað nú bara að borga þennan 30 þúsund kall og lesa svo bara tollskýrsluna í rólegheitum því ég var viss um að þetta væri miskilningur og vantaði tækið.
Svo les ég tollskýrsluna og sé hvað málið var og þá höfðu þeir flokkað þennan starfræna diktafón sem MP3 Spilara (WHAT?)
Ég auðvitað hringi í tollinn og bendi þeim á að starfænni diktafónninn sem ég hafði pantað hafi greinilega verið óvart flokkaður sem mp3 spilari og ætlaði að leiðrétta misskilninginn. Eftir smá stund á hold kom hún aftur í símann og sagði að svona væri þetta bara, að svona diktafónar væru alltaf flokkaðir sem mp3 spilari.
Ég bara get ekki skilið hvernig þeir fá það út að þetta sé mp3 spilari, þetta vissulega geymir hljóðfæla en bara hljóðfæla sem maður hefur tekið upp sjálfur, viðtöl og fleira.
Þetta er alltof stór græja til þess að geta nokkurntíman verið mp3 spilari.
Vildi bara koma þessu á framfæri, finnst alveg meira en skrítið að þeim finnist rétt að flokka upptökutæki sem mp3 spilara.
Kv, Gunnar

9 ummæli:

 1. Þrusuflott græja þetta.
  Ég myndi ekki hika við að kæra þetta, reyna að fá þá til að svara fyrir þetta.

  SvaraEyða
 2. Góðar fréttir þó, með þessum tolli varst þú fyrirfram stimplaður sem þjófur og tekið gjald af þér fyrir alla tónlistina sem þú ætlar að stela.

  Þannig, endilega skelltu þér á netið og náðu þér í slatta af Ísleskri tónlist, ert hvort sem er búinn að borga fyrir hana. :-)

  SvaraEyða
 3. Sammála færslu #2. Þú ert að borga STEF fyrir alla tónlistina sem þú munt koma til með að stela þér/taka í óleyfi.
  Svona er þetta kerfi okkar rotið á Íslandi. Þú mátt ekki kaupa þér ipod eða iphone nema borga tolla og gjöld til STEF. Annars neyðistu til að kaupa hann á okurprís hérna heima.....

  Farðu á tónlist.is, það er frí áskrift í 14 daga. Ég HVET ÞIG til að stela eins miklu af tónlist þar og þú getur til að þú fullvissir þig að fá eitthvað fyrir 30.000 kallinn.... :)

  SvaraEyða
 4. Hver skipti sem þú kaupir harðan disk, mp3 spilara, geisladisk, dvd diska, cd/dvd skrifara ofl. Þá ertu að borga til STEF, því þú ert þjófur!
  Þannig ég persónulega hef óumbeðinn verslað mér inn hundruð platna og ætla mér að sækja þar gjaldlaust hvar sem ég kemst í þegar mig langar.

  SvaraEyða
 5. Hvers vegna endurgreiðir STEF ekki gjöldin af þeim geisladiskum sem eru notaðir undir tölvugögn eða skemmast???

  Þeir skulda mér HELLING af pening..
  Helv. mafía.

  SvaraEyða
 6. Fólk stelur tónlist í gríð og erg, og finnst það í góðu lagi - en svo vill það fá endurgreitt fyrir diskana sem það notar EKKI undir stolna vöru??? Hlægilegt...

  SvaraEyða
 7. Er þessi ekki að grínast - STEF skuldar honum "helling af pening"??? Af því hann notaði diskana ekki undir stolið efni? Það er rosalegt að lesa sumt vælið hérna...

  SvaraEyða
 8. Það er allt í lagi að væla.

  SvaraEyða
 9. Vá hvað ég vona að þú fáir þetta ekki leiðrétt.
  Ef það er eitthvað þá veitir ríkiskassanum ekki af svona labbakútum til að auka skatttekjurnar. En ég vona að þú sért ánægður með hann og hann standi undir þessu verði
  KV
  BRF

  SvaraEyða