föstudagur, 26. febrúar 2010

Dýralæknastofan í Garðabæ

Vildi láta ykkur vita fyrir þá sem versla mikið við Dýralæknastofuna í Garðabæ, og þá sérstaklega sem kaupa R/D hundafóðrið í hvítu/grænu dósunum að verðið per dós hefur hækkað úr 276kr í 476kr. Nú hef ég verslað þennan ákveðna mat í nokkra mánuði hjá þeim og alltaf greitt kringum 276kr fyrir dósina. En í gær þegar ég fór til þeirra að kaupa meira þá var verðið komið í heilar 476kr per dós. Hvet fólk til að fylgjast vel með þessu hjá þeim, og ekki væri verra að fá skýringar á þessari verðaukningu frá þeim.
Emmi

1 ummæli: