Ég er mjög ósátt við verðhækkanir á lakkrísafgöngum hjá Góu. Áður hét lakkrísgerðin Appolo og er Góa búin að kaupa reksturinn. Afgangasala hefur verið í áratugi hjá þessu fyrirtæki og þá á skaplegu verði. Í fyrra kostaði kílóið af afgöngum 300 kr, fór síðan í 500 kr. kílóið einhverntíma í haust. Nú eru seldir poka sem eru 750 gr á 500 kr. Allavega um 100% hækkun á stuttum tíma. Þeir eiga að skammast sín!
Kv, Björk
Allt hráefnið er innflutt sem þýðið 100% hækkun á hráefnisverði. Ekkert óeðlilegt við þetta.
SvaraEyðaKannski á hún Björk bara að skammast sín fyrir að hugsa dæmið ekki til enda áður en hún rýkur á netið með svona vanhugsaðar athugasemdir...
SvaraEyðaÆttir að vera ósátt með hrunið og ósátt við skattahækkanir ríkisstjórnarinnar og kannski bara sátt við að grunnstoðirnar séu ekki skertar meira á kostnað skattahækkana.
SvaraEyðaÆji...
SvaraEyða