föstudagur, 26. febrúar 2010

Síhækkandi bílatryggingar

Ég vil gjarnan vita hvort sé verið að svindla á mér með bílatrygingar.
Ég er með alveg verðlausan, skoðaðan og óhappalausan bil frá 1992 á götu í Rvk og kaupi á hann skyldutryggingar á Islandi siðan 2008.
Árið 2008 borgaði ég 46.000. Í fyrra borgaði ég 56.000 og nú var ég að fá reikning fyrir 2010 upp á 98.000!
Getur einhver sagt mer hvort þetta geti verið rétt og sangjarnt?
Ég er bara i samband i við fulltrúa sem segist hafa gefið mer alltof góðan deal 2008 til að hafa mig ánægða sem nyjan kúnna.
Eg er alveg bit yfir þessu kerfis-og regluleysi við viðskipti á bilatryggingum.
Kærar kveðjur,
Anna Ingadottir

7 ummæli:

 1. Reglan við bílatryggingar er:
  Hringja á hverju ári þegar reikningurinn kemur og hóta að beina viðskiptum annað ef þeir lækka ekki niður fyrir/ í sama verð og á fyrra ári.

  SvaraEyða
 2. Best að skoða hvað tryggingafélögin bjóða og taka besta tilboðinu.
  En þó að þinn bíll sé verðlaus þá getur hann samt valdið tjóni á mjög dýrum bíl :)

  SvaraEyða
 3. Ef þú ert ekki með bílatrygginguna í pakka með öðrum tryggingum þá er Elísabet fínn kostur.

  SvaraEyða
 4. í fyrra 2009 borgaði ég fyrir hús og bíl 174.000-
  bíllinn í kaskó.Fékk rukkun um daginn fyrir þetta ár og tek það fram að nú er bílinn ekki í kaskó,og hvað haldið þið að reikningurinn hafi verið hár? 209.000- takk fyrir,fór með reikninginn til tryggingafélagsins og sagði við þá ef þeir ætluðu að vera með svona okurlánastarfsemi þá færi ég eitthvert annað.Þá kom annað hljóð í strokkinn,ég labbaði út með reikning upp á 146.000- 44% lægri reikningur,já stundum borgar sig að rífa kjaft!

  SvaraEyða
 5. Ég geng á milli tryggingafélana á hverju ári og fæ besta dílinn, orðinn árlegur reglulegur hlutur eins og hátíðadagarnir.
  Tryggingafélögin launa tryggð með okri.

  SvaraEyða
 6. Er með tvo bíla og annan þeirra í kaskó, auk fjölskyldutryggingar og brunatryggingar. Fékk seðil upp á tæplega 270.000kr, en eftir jaml, japl og fuður og tal við öll tryggingafélögin náði ég þessu niður í tæplega 180.000kr (fékk meira að segja tilboð uppá 165.000, en sú trygging var aðeins lakari). Bara fyrsti tölvupósturinn sem ég sendi eftir að ég fékk endurnýjunarseðilinn lækkaði upphæðina um 50.000kr.

  SvaraEyða
 7. Já, jafn furðulegt og það er nú þá er tryggð við tryggingarfélögin launuð með okri. Óskiljanlegur viðskiptahugsunarháttur. Ég hef sjálf farið á milli tryggingarfélaga vegna þess um leið og maður var búinn að vera kúnni í eitt ár þá hækkuðu tryggingarnar upp úr öllu valdi.Það er leðinlegt að standa í því að skipta um tryggingarfélag (maður flytur vanalega allar tryggingar í einu) en þeir virðast frekar vilja missa út kúnna með heilan tryggingapakka en að bjóða manni sömu kjör og samið var um í upphafi. Mér blöskar hve mikill hluti ráðstöfunartekja fer orðið í tryggingar. Þurfum við ekki að taka á okkur hækkanir á trygginum vegna fjárglæfraverkefna tryggingarfélaganna í t.d. fjarlægum heimsálfum?? R.

  SvaraEyða