það var farið með bíl fjölskyldunar í viðgerð hérna í ágúst hjá Brimborg og það var farin stýrishosan og ný stýrishosa og nipplar með eins og þeir selja þetta frá sér. Þetta er ósköp venjuleg bómullarbundin gúmmíhosa og nipplarnir eru svo einfaldir að það væri hægt að búa þá til inni í bílskúr með handborvél en þetta sett kostaði 35 þúsund krónur og þetta er ford focus station árgerð 2005. Svo vildu þeir líka skipta um reimasett vegna þess að reimarnar blotnuðu í stýrisvökva en það hefði verið nóg að sprauta smá olíuhreinsi á reimarnar skola og þurka þær. Til samanburðar má geta að hægt er að fá svona stýrishosusett í Kistufelli fyrir rétt rúman 3 þúsund krónur.
Böðvar
Best að fara í Stillingu fyrir svona
SvaraEyðaStilling er nú bara að verða að sömu okurbúllunni og mörg umboðin. Hef ítrekað rekið mig á að þeir eru jafnvel dýrari.
SvaraEyðaVegna færslunnar hér að ofan vill Brimborg koma eftirfarandi á framfæri:
SvaraEyðaSamkvæmt okkar athugun var skipt um háþrýstislöngu á vökvastýri á umræddum bíl en ekki stýrishosusett eins og Böðvar talar um. Þessar vörur eru ekki sambærilegar. Um er að ræða misskilning því háþrýstislanga er ekki ósköp venjuleg bómullarbundin gúmmíhosa eins og Böðvar vill meina og nipplarnir eru ekki svo einfaldir að hægt sé að búa þá til með handborvél.
Hjá Brimborg er verð á háþrýstislöngu með nippli 38.815 kr. m. vsk. Þegar Böðvar hafði samband við Kistufell hefur hann fengið uppgefið verð á annarri vöru því samkvæmt upplýsingum frá Kistufelli selja þeir ekki háþrýstislöngur fyrir vökvastýri né stýrishosusett í Ford Focus. Við vitum ekki verð á hvaða vöru hann fékk uppgefið en ljóst er að ekki er verið að bera saman verð á sömu vöru og því er þessi samanburður ómarktækur. Þess má jafnframt geta að við gerðum verðkönnun og ekki er hægt að fá háþrýstislöngu á vökvastýri á 3.000 kr hjá neinum aðila hér á landi.
Varðandi reimasettið þá verður alltaf að meta hvert tilvik fyrir sig. Í einhverjum tilvikum er nóg að spreyja olíuhreinsi á reimarnar, skola og þurrka eins og Böðvar nefnir en svo er ekki alltaf. Í þessu tilviki mat bifvélavirkinn að nauðsynlegt væri að skipta um reim en eins og alltaf tekur eigandi ákvörðun um hvort viðgerð verði framkvæmd. Þegar viðskiptavinur kemur með bíl í viðgerð til Brimborgar notar bifvélavirki fagþekkingu sína og reynslu til að gefa ráðleggingar um það sem hann telur nauðsynlegt að gera en lokaákvörðun er að sjálfsögðu eigandans.
Kv. Sigurjón Ólafsson, framkvæmdastjóri eftirþjónustusviðs Brimborgar