mánudagur, 22. febrúar 2010

Alias-spilið

Langaði bara að benda þér á gífurlega hækkun á Alias spilinu sem kostar núna 9.990 eftir að það kom aftur í verslanir - Mál og menning, það er að segja - en það kostaði að mig minnir 5.990 fyrir jól. Kannski er þetta að hluta til vegna þess að nú er engin jólaverslun í gangi, en þó finnst mér þessi hækkun svívirðileg! Er búinn að vera að bíða eftir því að spilið komi aftur á markaðinn lengi en það er alveg pottþétt að ég er ekki að fara að kaupa það úr þessu!
mbkv,
Jóhann Ólafur Sigurðsson

7 ummæli:

 1. Sá það í Bónus í gær á 5900 minnir mig...

  SvaraEyða
 2. Kostar um 5900 í Nettó

  SvaraEyða
 3. keypti það á 5990 í hagkaup á laugardaginn

  SvaraEyða
 4. Bendi á hið frábæra íslenska spil Spurt að leikslokum. Það er bæði mun skemmtilegra en Alias og miklu ódýrara.

  SvaraEyða
 5. Þetta er til þess að hægt sé að hafa það á tilboði
  5990 ;)

  Kaupum víst ekkert nema það sé útsala, tilboð eða afsláttur

  SvaraEyða
 6. Já, og það eru ekki bara spilin, sem hækka. Það gera geisladískarnir líka, enda kaupi ég frekar einstök lög, sem mér líst vel á.

  Ég rakst rakst nýlega á frábæran íslenskan lagahöfund og söngvara, Davíð Stefánsson,með heimasíðuna: www.myspace.com/dabbistef
  Með linki inn a itunes, gat ég keypt þekktasta lagið hans, SIX WEEKS, fyrir lítinn pening. Svona er með fleiri lög á itunes. Davíð Stefánsson er auk þess með Fansíðu á Facebook. Hlakka til að heyra meira frá honum.

  SvaraEyða
 7. Hahahaha góður Davíð, þú deyrð ekki ráðalaus. Gott að plögga sjálfan sig á okursíðunni

  SvaraEyða