Langaði bara að benda þér á gífurlega hækkun á Alias spilinu sem kostar núna 9.990 eftir að það kom aftur í verslanir - Mál og menning, það er að segja - en það kostaði að mig minnir 5.990 fyrir jól. Kannski er þetta að hluta til vegna þess að nú er engin jólaverslun í gangi, en þó finnst mér þessi hækkun svívirðileg! Er búinn að vera að bíða eftir því að spilið komi aftur á markaðinn lengi en það er alveg pottþétt að ég er ekki að fara að kaupa það úr þessu!
mbkv,
Jóhann Ólafur Sigurðsson