þriðjudagur, 9. febrúar 2010

Ódýrara hjá KvikkFix

Það er ekki oft sem maður lendir í því nú til dags að hlutirnir kosti minna en maður býst við, en það gerðist þó um daginn þegar ég lét skipta um olíu á bílnum. Mér fannst ég því verða að deila þessu með einhverjum.
Ég fór í KvikkFix í Kópavogi og kostuðu olíuskiptin u.þ.b. 50% af því sem ég hafði borgað undafarið hjá öðru fyrirtæki. Olía getur vissulega verið misjöfn að gæðum og ég þekki ekki þessa olíu sem þeir eru að nota hjá KvikkFix en þegar það er farið að muna tugum þúsunda á ári er ég alveg til í að vera bara með ódýru olíuna. Og af gefnu tilefni....Ég vinn ekki hjá KikkFix.

Athugið. Verð með vsk og án.

Verð á "gamla staðnum"
(Fínir strákar og góð þjónusta, en verðið greinilega óþarflega hátt.)

Dags.12/02/09

Olíuskipti 2.690kr.
Olíusía 1.791kr.
Síugjald 791kr.
Rúðuvökvi 460kr.
Olía Helix Ultra (3.5 l) 4.953kr.
Loftsía 2.990kr.*

Afsláttur -685
Verð Samtals: 12.991kr.


Verð hjá KvikkFix

Dags.20.01.2010

Olíuskipti 1.518kr.
Olíusía 820kr.
Rúðuvökvi 80kr.
Olía Turbosyn (3,5 l) 1.475kr.
Ljósapera 12V5W44kr.
Pönnutappapakkning 25kr.

Verð 3.962kr.
vsk 1.010

Verð Samtals: 4.972 kr.


*Ef loftsían er tekin burt úr reikningsdæminu er þetta samt 10þús. á móti 5þús.
Mæli með þessu fyrir þá sem eiga leið í Kópavoginn.
http://kvikkfix.is/

Kveðja,
Steinþór Jakobsson

7 ummæli:

 1. Tek undir þetta.

  Fór með Yaris þangað("venjulega" kostar smurning á hann um 8-9 þúsund) en ég borgaði c.a. 4900 fyrir smurninguna(olía, vinna, perur, varahlutir)..

  SvaraEyða
 2. Snilldar staður

  SvaraEyða
 3. Hvernig bíl ertu á?

  SvaraEyða
 4. Ég er á Volkswagen Passat árg.1999

  Kv./Steinþór Jakobsson

  SvaraEyða
 5. Ég fór að láta smyrja bílinn minn hjá olís um daginn og þurfti að láta skipta um peru í afturljósinu í leiðinni, pabbi minn var búin að reyna að skipta fyrir mig en honum tókst ekki að láta hana virka og braut hana óvart í leiðinni en ég borgaði 12000 fyrir smurninguna og þegar ég leit á reikninginn fékk ég vægt sjokk peran kostaði 600 kr en að skipta um hana kostaði 1200!!! ég man nú ekki hvað pabbi borgaði fyrir peruna sem hann braut en það var minna en 600 og þó svo hann hefði gert 3 tilraunir til viðbótar og alltaf keypt nýja peru í hvert skipti þá hefði það samt verið ódýrara en þarna.
  Og bara svona til að koma því líka á framfæri þá lét ég smyrja bílinn í fyrra hjá N1 á Ásbrú og það kostaði ekki nema rétt rúmlega 5000 það er klárt mál að ég fer þangað aftur

  SvaraEyða
 6. Athugið vel hvaða olíu þeir eru að setja á bílinn ykkar því ef röng eða ekki réttur gæðastuðull er á henni getur það eiðilagt hvarfakútinn í bílnum og hann er ekki ódýr.

  SvaraEyða
 7. kvikk fix er málið. Fór til þeirra með mina eigin Mobil 1 oliu og þau rukkuðu mig 3000kall

  SvaraEyða