Ég hef mikið verið að spá í því ágæta fyrritæki Stef.
Þegar maður kaupir harðan disk borgar maður gjald til stef
Þegar maður kaupir mp3 spilara borgar maður gjald til stef
Þegar maður kaupir tóman geisladisk eða DVD disk borgar maður gjald til stef
Þegar maður kaupir stafrænan diktarfón til þess að taka upp sitt eigið efni borgar maður gjald til stef
Útvarpstöðvar borga skilst mér um 500 þúsund kall á mánuði til stef
Verslanir sem leyfa þessari útvarpstöð að hljóma í verslununni borga líka til stef þó útvarpstöðvarnar séu búnar að borga þetta
Öruglega líka eitthvað gjald sem fer til stef þegar maður kaupir sér útvarpstæki án þess að ég sé alveg viss.
Ég er bara svona að velta vöngum yfir öllu því sem maður kaupir sem tengist tónlist á engan hátt, ég er með harðan disk sem ég nota EINGÖNGU fyrir ljósmyndir sem ég hef tekið. Samt borgaði ég gjald til stef þegar ég keypti þennan harðadisk.
En já þessi hugleiðing mín snýst aðalega um það hvað það er lagt mikið á allskyns vörur sem rennur beint til stef þó svo að maður noti viðkomandi vöru ekki á neinn hátt fyrir tónlist.
Hvað á það t.d. að þýða að verslun þurfi að borga stefgjöld fyrir að leyfa útvarpstöð að hljóma í viðkomandi verslun þegar útvarpstöðin sjálf er búin að borga það líka. Þetta er dæmi um að rukka fyrir sama hlutinn tvisvar að mínu mati.
Já ég skal bara fúslega viðurkenna það að mig langar mjög svo til þess að stofna almennilega tónlistarútvarpsstöð en þetta 500 þúsund króna stefgjald í hverjum mánuði kemur því miður í veg fyrir þann draum hjá mér.
Ég velti því stundum fyrir mér hvernig það væri ef Bylgjan og Rás 2 og þessar helstu tónlistarútvarpstöðvar væru bara ekki til. Hvar myndi fólk þá heyra nýja tónlist og uppgvöta hljómsveitir. Ef útvarpstöðvar myndu bara ekki spila tónlist heldur vera bara með talað mál. Myndi plötusala aukast? Nei, þvert á móti yrði það vonlaust fyrir nýja tónlistarmenn að koma sér nokkurntíman á framfæri og enginn myndi kaupa plöturnar þeirra því það vissi enginn hverjir þeir væru.
Það böggar mig í rauninni verulega mikið að útvarpstöðvar þurfi að greiða stefgjöld.
Er stef að rukka oftar en einusinni fyrir sama hlutinn með því að rukka útvarpstöðvar og svo líka verslunina sem lætur útvarpsstöðina hljóma í viðkomandi verslun?
Ég er mjög hlyntur því að kaupa hljómdiska og á ég stórt geisladiskasafn því mér finnst svo gaman að eiga orginal diskinn, stend sérstaklega við bakið á íslenskum tónlistarmönnum, hef það ekki í mér að sækja íslenskan disk á netinu án þess að borga fyrir hann. Fer frekar útí búð og kaupi diskinn. í 300 þúsund manna samfélagi finnst mér ég ekki geta annað en að styrkja viðkomandi flytjanda ef mig langar að njóta tónlistarinnar sem viðkomandi hefur gefið út.
Kveðja,
Tónlistar og útvarpsáhugamaður