þriðjudagur, 1. nóvember 2011

Okur í Ikea

Mig langar svo að benda á verðið á díóðu (DIODER) ljósum í Ikea (það heitasta í ljósum í dag). Á meðan ljósin kosta 226 kr danskar (4838 ísl.) á ikea.dk, þá kosta þau 8990 hér á Íslandi - á Ebay kostar þetta svo í kringum 34 dollara. Þau eru sem sagt rétt tvöfalt dýrari á Íslandi en í DK.

Vörunúmerið er til dæmis 00191735.

Kveðja, Ingibjörg.

1 ummæli:

  1. Ég er nýfluttur heim frá Noregi, og þar átti ég Jonas skrifborð sem ég var mjög ánægður með og kostaði mig littlar 900 NOK, sem tók mig um það bil 6 klukkutíma að vinna fyrir. Svo vantaði mig ódýrt, en gott skrifborð hérna heima og fer að sjálfsögðu í IKEA.
    Þar kostar sama skrifborð tæpar 30 þús íslenskar. 50% verðmunur!
    Ég geri mér fyllilega grein fyrir að flutningskostnaður er mun meiri til Íslands en Noregs, en fyrr má nú aldeilis vera!
    Nú er reyndar "útsala" í skamman tíma, og er þá borðið á 22.950 kr. (Enn hærra en í Noregi)
    Finnst þessi útsala vera í rauninni raunverð sem fyrirtækið gæti verið bjóða vörur sínar á, en noti þessa "íslenska gengið" afsökun sem mér finnst orðin ansi þreytt, sérstaklega hjá fyrirtækjum sem velta milljörðum á ári.
    Að mínu mati gæti IKEA á íslandi stórlækkað verð hjá sér, og ég stíg ekki fæti þar inn aftur, nema það sé "útsala" og hvet aðra til að gera slíkt hið sama. Þá fengjum við kannski eðlileg verð 12 mánuði á ári.

    SvaraEyða