fimmtudagur, 24. nóvember 2011

Iphone.is hrósað

Fyrir viku sendi ég Iphone símann minn í viðgerð til Iphone.is frá Akureyri og þeir eyddu klukkustundum saman í að reyna að bjarga honum frá vatnsskemmdum. Utan við það að þeir létu mig vita jafnóðum hver staðan var á þjónustunni, þ.e. hvar í viðgerðarferlinu hann var þá ætluðu þeir bara að rukka mig 2000 kall fyri að komast að því að síminn væri ónýtur. Á sama tíma borgar maður oft 6000 kall fyrirfram bara í skoðunargjald.

Nema svo kemur aðalatriðið. Ég hafði samband við þá og sagði þeim að ég ætlaði að kaupa ódýrasta Iphone símann þeirra sem er á 94.990 og þá sögðu þeir: Auðvitað rukkum við þig þá ekkert fyrir viðgerðina því við vorkennum fólki sem lendir í þessari aðstöðu (ég keypi upprunalega ekki hjá þeim).

Og hvernig endaði þetta.... Jú þeir seldu mér símann, rukkuðu mig ekkert fyrir gamla símann (viðgerð) og keyrðu þá báða samdægus á flugvöllunn en aðallega borguðu þeir sendigarkostnað norður.....(3000 kall)

Við á Akureyri fáum aldrei svona þjónustu frá borginni en Iphone.is á skilið hrós árssins fyrir þjónustu, viðleitni og landsbyggðar-ó-mismunun.

Ég er svo hrikalega þakklát fyrir þá.
Kveðja Anna

1 ummæli:

  1. www.icephone.is græjar iphone skjá viðgerð fyrir þig samdægurs. ;)

    SvaraEyða