sunnudagur, 13. nóvember 2011

Ódýrt í sund á Íslandi?

Eitt af því fáa sem gerir það að búa á Íslandi eitthvað spes eru allar þessar frábæru sundlaugar. Hvergi annars staðar er eins mikið af góðum laugum og í Reykjavík og það er tiltölulega ódýrt ofan í: 450 kall eitt skipti, 3.000 fyrir 10 skipti og 28.000 kr fyrir árið.

Hvernig er þetta annars staðar? Þá er ég ekki endilega að taka með inn í dæmið að laugarnar séu ískaldar, stútfullar af klór og engir heitir pottar.

Eftir smá gúggl komst ég að eftirfarandi. Þetta eru verð á einu skipti:

230 kr (2 cad) í Toronto, Kanada (sjá hér)

2.687 kr (130 nok) í Trondheim, Noregi (sjá hér)

753 kr (4.70 evrur) í Helsinki, Finnlandi (sjá hér)

465 kr (4 $) í Farmington, Minnesota, USA (sjá hér)

452 kr (300 yen) í Tokyo, Japan (sjá hér)

690 kr (32 dkr) í Köben, Danmörku (sjá hér)

Fyrir utan Kanada (sem er eins og fólk veit, besta land í heimi), þá virðist sundferðin á Íslandi vera nokkuð samkeppnisfær, þrátt fyrir að verðin hafi hækkað nokkuð sl misseri.

Dr. Gunni

6 ummæli:

  1. Hér er verið að bera saman epli og appelsínur líkt og Bændasamtök Íslands hafa lengi stundað, hversu lengi eru Íslendingar að vinna sér inn fyrir sundlaugarferðinni miðað við önnur lönd ...

    SvaraEyða
  2. Það vantar einmitt en miðað við kaupmátt er Ísland langdýrast og lítur þá dæmið svona út leiðrétt:
    Trondheim 80 NKr í sveitarfélagslaug en pirbadet má líkja við Bláa lónið.
    Noregur kostar þá 1600 kr. eða ígildi 600 íslenskra m.v. kaupmátt en Trömsö má bera saman við Grímsey ( allt vatn olíuhitað ).
    Í Helsinki er sundið helmingi ódýrara en Í Reykjavík, að auki fá öryrkjar og tekjulágir verulegan afslátt frá þessu verði. Allt vatn hitað með olíu þar.
    Kaupmannahöfn kr. 300 m.v. kaupmátt og allt hitað með rafmagni eða olíu. Enn meiri munur Íslandi í óhag þegar kemur að árskortum. Þetta dæmi sýnir vel Íslandsfúskið er við erum eina þjóðin í þessum samanburði með náttúrulega forgjöf.

    SvaraEyða
  3. Það kostar 400 yen í sund í Tokyo. Það er fyrir fullorðna og 150 yen fyrir börn.

    Tokyo-búi.

    SvaraEyða
  4. Bý í USA. Á okkar slóðum eru nokkrar ÍSkaldar innilaugar í boði fyrir almenning. Sundferðin kostar yfirleitt um 15 dollara ameríska (ca. 1800 kjall) og standast ekki íslensku laugarnar á nokkurn hátt. Hér er heldur ekkert sem heitir heitur pottur. Ég þurfti áfallahjálp eftir mína fyrstu og só far eiginlega einu sundferð, vegna verðs, kulda og sóðaskaps (og tepruháttar) í búningsherbergi.
    Ég held að það sé mjög erfitt að ætla sér að bera saman sundlaugar og sundmenningu á milli landa, svolítið margar breytur í jöfnunni.

    Heiða

    SvaraEyða
  5. Algjörlega. Ég hallast samt að því að hér séu laugar toppklassa og ódýrar. Eiginlega það sem heitir oftast spa í útlöndum og er fokdýrt að fara í.

    SvaraEyða
  6. Á Italíu eru inni sundlaugar fokdírar og eingir heitir pottar,en þaðgetur verið skíring á því að við sindum í sjónum á ströndunum,svo það er líið gert í að hafa Spa eða opnar sunlaugar,fyrir utan túristakompless og hótel.Ég þurfti að borga fjár af peningum til að finna sundlaug fyrir dóttir mín aí Róm á sinum tima,og ekkert er breist,annars þarft þú að vera í einhverju íþróttarfjelagi.Við erum heppinn að hafa allar okkar sunlaugar +heita potta,hello þetta kallast Luxus.

    SvaraEyða