föstudagur, 18. nóvember 2011

"Góð" þjónusta Icelandair

Langaði bara til að benda á "góða" þjónustu Icelandair. Þann 10. Nóvember sendu þér mér og öllum öðrum póst um afslátt á vildarpuntum, auka 20% við allar milifærslur. Ég er námsmaður og bý á Englandi og hugsaði frábært því flugið með express er yfir 65.000 kr og hátt í 90.000 kr til íslands frá London um jólin. Ég millifærði 19.000 punkta frá stjúppabba mínum og borgaði 3000 kr fyrir millifærsluna svo 9000 punkta frá mömmu minni og aftur greiddi ég 3000 kr fyrir þá vantaði mig bara 2000 punkta sem ég keypti og borgaði 5000 kr fyrir.

Sendi síðan inn bókunina en fékk þau svör að engin vildarflug væri laus frá 14.des - 10.jan.

Nú er ég 11.000 kr fátækari, búin að taka alla flugpunktana frá foreldrum mínum og hef ekkert flug. FRÁBÆRT!

Það er ekki eins og þetta séu ódýrt að kaupa vildarferð með Icelandair.

11.000 fyrir punkta og millifærslur
26.000 skattar og önnur gjöld plús 38.000 punktar.

En móðir mín hefur þegar boðist til að koma að sækja mig á árabát þannig vonandi kemst ég heim um jólin :)

Kær Kveðja,
Edda Margrét Halldórsdóttir

4 ummæli:

 1. Vildarferðir eru bara nokkrar í hverju flugi og bókast allar mjög snemma í kringum jólin

  Athugaðiru ekki áður en þú fórst að standa í þessu hvort að það væri laust flug ? Það er ekki mikið mál að finna það út..

  Sé ekki að þetta sé léleg þjónusta hjá þeim, frekar trassaskapur í þér..

  SvaraEyða
 2. Bíð spenntur eftir að erlend flugfélög komi og bjargi Íslendingum undan okri Icelandair/express.

  SvaraEyða
 3. commentið nr 2 er sorglegt.Seigi bara viva Iceland Express ferðaskriftofann sem hristi markaðinn,þó hún séi ekki upp á 100/00 er hún skárri en Ryan Ear,og önnur flugfélug.Ekki hrækja á diskinn sem þú borðar á vinur.

  SvaraEyða
 4. Hristi kannski upp í markaðnum þegar þeir byrjuðu en þeir eigendur sem stofnuðu iceland express eru löngu farnir. Sjá:
  http://www.visir.is/stofnendur-iceland-express-segja-samkeppnisstofnun-vanhaefa/article/200770331018
  "Vegna undirboða Icelandair og fjárhagslegs afls þeirra hafi þeir neyðst til að selja 89% hlutafjár til Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar fremur en að hætta rekstri. Pálmi sat í stjórn Icelandair á þeim tíma. Þeir segja ennfremur að eftir að Jóhannes og Pálmi tóku við sem eigendur Iceland Express hafi dregið úr undirboðum Icelandair og fargjöld beggja hækkað, svo og skattar og gjöld. Strax þá hafi bæði félögin farið að hagnast verulega."

  Ennfremur sést hér að útlendingar geta flogið með ie á töluvert betra verði enn íslendingar(íslendingar verða að versla í íslenskum krónum vegna gjaldeyrishafta):
  https://www.facebook.com/media/set/?set=a.10150271891893558.340318.742028557
  (þurfið að skrá ykkur inn)

  Sé ekki hvernig iceland express getur verið skárra en Ryanair?? Ryanair er allavega það sem það gefur sig út fyrir að vera, þ.e. lággjaldaflugfélag og mun oftar á réttum tíma.

  Merkilegt hversu margir reyna að verja fyrirtæki sem kúka svo yfir þá trekk í trekk.

  SvaraEyða