þriðjudagur, 1. nóvember 2011

Síminn okrar á rafhlöðu

Ég þarf að kaupa nýja rafhlöðu í farsímann minn. Hún heitir Sony Ericsson BST-37. Síminn selur hana á 6.490 krónur! Sömu rafhlöðu má fá hjá Símabæ á 2.990 kr. Síminn okrar þarna, greinilega í því skyni að fá fólk til þess að kaupa nýjan síma í stað nýrrar rafhlöðu. En það er eins með gamlan síma og nýjan, hann getur týnst í dag eða orðið ónýtur af einhverjum ástæðum en hann getur líka enst í nokkur ár. Það er ekki endilega betra að kaupa nýjan.
Bestu kveðjur,
Pétur Halldórsson

9 ummæli:

 1. Langar að benda á að þarna er ekki verið að bera saman sömu vöru.

  Rafhlaðan sem fæst hjá Símanum er upprunaleg rafhlaða á meðan að sú hjá Símabæ er eftirlíking (replacement) framleidd í Kína.

  SvaraEyða
 2. Og hvar er þá upprunalega rafhlaðan framleidd?

  SvaraEyða
 3. Símabær er þvílík flottur, á pari við Múrbúðina í mínum huga.
  Ágætt að rifja þetta dæmi upp
  http://okursidan.blogspot.com/2011/05/simafyrirtki-ut-i-moa-me-snuru.html

  SvaraEyða
 4. Hún er örugglega framleidd líka í Kína eins og flest er núorðið. En munurinn liggur í orginal varahlut SonyEricsson og third party replacement varahlut.

  Þannig það er ekki endilega hægt að sakast við Símann út af þessum verðmuni. Framleiðandinn selur orginal rafhlöður mun dýrari en third party aðili.

  Það þekkja allir þetta sem hafa verslað varahluti í bíla. Orginal varahluturinn er margfalt dýrari.

  SvaraEyða
 5. Ég keypti einu sinni Gio ilmvatn á götum New York á 20 dollara, ég vildi óskað þess að ég hefði farið inn í ilmvatnsbúð og eytt 20 dollurum í viðbót fyrir alvöru Gio ilmvatn :)

  Einar hittir naglann á höfuðið, yfirleitt er líka orginal hluturinn betri en eftirlíkingin, held að það sé happa glappa ef svo er ekki!

  SvaraEyða
 6. Ágætt að hafa þetta í huga þegar verið er að lengja líftíma eldri farsíma.

  Engin ástæða að taka original hlut þegar maður þarf að nota gamla símann tímabundið í nokkra mánuði og jafnvel rúmt ár.

  Tilvalið að heimsækja Símabæ og taka eins og eina kína-rafhlöðu. Gerði það sjálfur um árið og líkaði vel. Original gaf mér þetta 5 til 6 daga hleðslu en sú Kínverska 4 og entist mér í nokkur ár eða þangað til ég fékk mér nýjan síma.

  Sá gamli, með þeirri Kínversku, er ennþá í fullri notkun hjá ungum frænda.

  SvaraEyða
 7. Ég mæli með Símabæ en það fyrirtæki bjargaði mér einu sinni eftir að ég hafði brennt mig í viðskiptum við Elko sem ég gert í tvígang. Hef tvisvar sinnum lent í að kaupa vörur frá Elko sem hafa bilað og í bæði skiptin sat ég uppi með tjónið.

  Í fyrra skiptið var um að ræða gsm síma þar sem skjárinn hætti að virka. Elko neitaði að bæta og var tilbúið að skipta um nýjan skjá fyrir kr. 7.000,-. Ég var ekki tilbúinn í það þar sem síminn var ekki meira virði en 15-20 þús. kr. Fyrir tilviljun fór ég inní Símabæ sem staðsett var í Grafarvoginum og mér datt í hug að athuga kostnaðinn við að skipta um skjá í símanum. Sú verslun gat gert við símann fyrir kr. 3.000,-.

  Sá skjár virkaði í nokkur ár þangað til ég skipti um síma. Veit ekki hvort að um hafi verið ræða einhvern orginal búnað eða ekki, það skiptir mig svo sem ekki máli svo lengi sem gæðin og ending er sú sama.

  SvaraEyða
 8. Það er hægt að kaupa Kína-rafhlöðurnar beint af ebay. Kostar sama og ekkert.

  SvaraEyða
 9. Keypti í minn síma orginal rafhlöðu á ebay kostaði c.a 1500 kall kominn heim nokia 5110 ég sannreyndi að hún væri orginal

  SvaraEyða