laugardagur, 26. nóvember 2011

Umbúðapókerinn

Enn heldur umbúðapóker framleiðenda áfram. Frægt er orðið minnkaður Ópalpakki, nýtt útlit á smjörosti ásamt því að magnið fór úr 300g niður í 250g á öskju, minna í lakkríspokanum hjá Helga í Góu o.s.frv.

Núna var ég áðan í Nóatúni og sé að m.a. Havartí, Óðalsostur, Sterkur Gouda og Ísbúi eru komnir í nýjar umbúðir og með rosaflottum texta utaná um ostinn. Allir þessir ostar eru komnir núna í staðlaða 330g stærð og kostuðu allir 615kr. Ég greip með mér síðasta Ísbúan í gamla pakkanum og skannaði hann og nýja pakkan. Kemur þá ekki í ljós að gamla pakkningin er á 1710kr/kg en nýja er á 1864kr/kg.

Hvað ætla neytendur eiginlega að láta bjóða sér þessa vitleysu lengi?

Stefán Þór Sigfinnsson

3 ummæli:

  1. Auðvitað endalaust enda fákeppni á ostamarkaðnum og svo geturðu keypt ostinn alla nóttina.

    SvaraEyða
  2. Já og kaffipakkarnir hafa minnkað um 100 og 200 grömm og meira loft er í brauðunum. Þá hafa margir veitingastaðir minnkað stærð diskanna. Allt eru þetta þekkt töfrabrögð.

    SvaraEyða
  3. Sárgræt að geta ekki keypt osta sem eru skornir fyrir framan mig,án plastdrasl og auglysingum frá fyritækinu.En við borgum dírt að búa á Islandi.Svo er fólk að neyta að fara í ESB.Ég vil getað kaupa osta frá öllum löndum án pakkningar takk fyrir.

    SvaraEyða