Var út í búð í dag og sá þá að Ópal og Tópas umbúðir hafa farið í megrun, áður voru þetta alltaf hefðbundnar Trölla-Tópas stærðir (litlir pakkar hafa ekki fengist um árabil) en nú hafa Trölla-stærðinar minnkað, orðnar mun mjórri og þynnri þó að hæðin haldi sér.
Innihaldið hefur líka rýrnað, nú eru 40 grömm í hverjum pakka en voru áður 60 grömm. Ekki er að sjá að verðið hafi líka lækkað um 33% við þessa breytingu sem hefur farið mjög hljótt. Reyndar er það svo að í stórmörkuðum þar sem ætti enn að vera til lager af eldri gerðinni þá eru þær hillur sem áður höfðu Ópal og Tópas nú tómar, þeim virðist hafa verið kippt úr umferð en ekki náðst að setja 40g pakkningarnar á sinn stað enn.
Það er búið að uppfæra magnið og myndirnar á heimasíðu Nóa-Síríus fyrir Opal, http://www.noi.is/Vorur/?b=3,616,products.tpl en ekki fyrir Tópas http://www.noi.is/Vorur/?b=3,624,products.tpl. Ég er með fyrir framan mig fjólubláan Tópas pakka sem er 40g en á heimasíðunni stendur enn 60g.
Ekki er að sjá neina tilkynningu frá Nóa-Síríusi um þetta og því virðist sem að þarna hafi orðið 33% laumuhækkun á þessari einu vöru yfir nótt.
--Tópaskall
Þar að auki er þetta nýja "litla" ópal og tópas ekki eins gott og þetta gamla á bragðið. Ég er hættur að kaupa þetta!
SvaraEyðaÞví miður er þetta reglan fremur en undantekningin á skerinu í dag.
SvaraEyðaFlestir innlendir framleiðendur hafa stundað þetta síðustu misserin.
Lítið annað í boði ef ekki eiga að koma til uppsagnir og þaðan af verra.
"Spennandi tímar framundan..."
Bara standa saman og hætta að kaupa þetta !!!
SvaraEyðaTýpískt fyrir þetta handónýta land sem við búum í. Allstaðar svínað á öllu, og komist upp með það. Við íslendingar erum AULAR :)
SvaraEyðaÞað er mér bæði ljúft og skylt að leiðrétta misskilning sem fram kemur í bréfinu hér að ofan. Verð á Opal og Tópas pökkum lækkar um 21% við breytinguna á umbúðum þessara vara. Það er rétt að verðlækkunin sem verður við þetta er ekki nákvæmlega jafn mikil og minnkun innihaldsins. Á því eru eðlilegar skýringar. Eins og neytendur vita þá er kílóverð á vörum ólíkt eftir stærð umbúða. Eftir því sem því sem umbúðirnar eru minni og eftir því sem pökkunarkostnaðurinnn er hlutfallslega stærri hluti heildarkostnaðarins, þá hækkar kílóverðið. Kostnaður við pökkun og umbúðir, eins og ávallt er í matvælaframleiðslu, er stór hluti af heildarframleiðslukostnaði vörunnar. Af því leiðir að verð pakkanna er ekki í línulegu sambandi við þyngd innihaldsins, eins og sá sem skrifar hér að ofan virðist hafa gefið sér.
SvaraEyðaMeginástæðan fyrir ákvörðun okkar um að minnka pakkastærð á töflum (Opal og Tópas) er hins vegar að koma til móts við marga sem vilja meina að töflurnar hafi verið óþægilega stórar og að umbúðirnar mættu vera handhægari. Þannig er líka komið til móts við ýmsa sem söknuðu litlu 20g umbúðanna. Það er mikil og virk samkeppni í þessum vöruflokki, bæði við innlendar og erlendar töflur og aðrar staðkvæmdarvörur s.s. piparmyntutöflur og tyggjó og hægt er að fá þessar vörur flestar í fleiri en einni stærð umbúða. Ég get fullvissað þennan ágæta neytanda um að Opal og Tópas verða, hér eftir sem hingað til, meðal hagstæðustu kaupanna í þessum vöruflokki
Með vinsemd og virðingu,
Kristján Geir Gunnarsson, frkvstj. Sölu- og markaðssviðs Nóa Síríus
varð spæld og hætti að kaupa þetta nýa opal
SvaraEyðaAf hverju er ekki lengur til rauður Nói?
SvaraEyðaHeyrðu, þetta var líka að gerast með Nóa kroppið - held ég alveg örugglega! Innihaldið er 40 eða 60 gr léttara en áður en pokinn kostar það nákvæmlega sama í Bómus, þ.e. risapokinn - þekki ekki þessa minni þar sem ég kaupi alltaf risastóran ;)
SvaraEyðaÞað er ágætt að koma með eftiráskýringar en mér finnst að Nói hefði átt að setja tilkynningu um þetta til fjölmiðla áður en ný stærð af vörunni fór í umferð.
SvaraEyðaÞetta sama gerðist við smurost frá MS og engin tilkynning um þetta og samt hélt verðið sér.
Í Lakkrísgerðinni í Hafnarfirði (Góa) hefur gegnum árin verið hægt að kaupa kíló af afgöngum á lágu verði. Nýlega fór ég og tók eftir því að kílóið var léttara. Sagði konan í afgreiðslunni að kílóið hjá Helga væri nú 700 grömm, til að halda verðinu niðri...
SvaraEyðaUndarleg aðferð við að halda niðri verði. Nota bene, pokarnir eru ómerktir, hafa alltaf verið kallaðir kíló. Í marga áratugi.
Það er ekkert verið að halda verðinu niðri. Ef svo væri þá væri það kynnt fyrir fólki. Það er bara verið að þessu til að blekkja fólk.
SvaraEyðaFólk tekur miklu frekar eftir því að verðið hafi hækkað heldur en að magnið hafi minnkað.
Þetta er nú eitt það fyndnasta sem ég hef lesið í langan tíma, "Sagði konan í afgreiðslunni að kílóið hjá Helga væri nú 700 grömm, til að halda verðinu niðri... ". Ég er nú ansi hræddur um að ég verði að telja kjúklingabitana þegar ég kaupi fjölskyldutilboð fyrir 6 á KFC. Það eiga að vera 12 stk skv. matseðlinum, en það gætu verið bara 9 eða jafnvel bara 8 stk. í pokanum. Það fer líklegast eftir því í hvaða stuði Helgi í Góu er þá stundina og hvað hann telur að ég eigi að fá marga kjúklingabita, þó ég kaupi 12.
SvaraEyðaÞað er líka búið að minnka innihaldið í fylltum reimum.
SvaraEyðaÞetta er frábær hvatning fyrir mig,
SvaraEyðatil að steinhætta allri neyzlu á
sælgæti.
Það sama á líka við um súkkulaðið frá þeim það var alltaf 200 gr en fór í makeover og léttist um 50 gr. Ég sendi fyrirspurn á N&S og spurði hvers vegna þetta væri og fékk þetta svar "sukkulaðið okkar hafði ekki hækkað i ár eða meira þrátt fyrir þrjár hráefnahækkanir gerðum það til að losa út vegna nyrra pakninga"
SvaraEyðaÉg spurði þá hvort að það væri ekki frekar mikil hækkun að hækka það um ca 32% pr gramm sem mér reiknaðist þá til að munurinn væri. Fékk ekkert svar. Held áfram að sniðganga Nóa!
Kveðja, Una
Sammála comment 2-3.Er þetta eihvað mikilvægt??Þetta er bara sælgætis drulla sem er óholl svo vinur minn vorkenni þér alls ekki ef þú dettur í það að kaupa þetta drasl,sem er óholt betra er að reykja er það ekki??Klagar yfir að kaupa rusl,hummm.
SvaraEyðaGóða fólk hætta að borða sælgæti.:-)
SvaraEyða