laugardagur, 22. janúar 2011

Ódýrt gos á Reykhólum

Ég sé mig eiginlega tilneydda að hafa samband við þig. Málið er að ég vinn á Reykhólum í Reykhólasveit og hef verslað við verslun hér á staðnum sem ber nafnið Hólakaup. Þegar ég fer í Hólakaup þá versla ég mér stundum Pepsi eða Appelsín. Fyrst þegar ég verslaði mér þessa gosdrykki í Hólakaupum þá tók ég eftir verðinu á 1/2 líter Pepsi og Appelsíni ... aðeins 119 kr. flaskan í dag ( var 129 kr í haust ).. Ég spurði verslunarstjórann og eiganda Hólakaups hverju þetta sætti, svona verð sæi ég aldrei í Rvík eða á höfuðborgasvæðinu. Eyfi svaraði, en svo er verslunareigandinn nefndur hér á staðnum ... ,, til hvers að hafa hærra verð þegar mér nægir að hafa þetta verð og tapa ekki á því?
Hvernig stendur á þessum mikla verðmun í Reykjavík og hér á Reyhólum ? Mér ofbýður þessi verðmunur, það er ekki að byrja neitt núna þetta ódýra verð á gosi hérna, ég kom hingað í fyrsta sinn í júlí í fyrra og þá var þetta verð eða 129 kr. sem er 100 kr. minna en á samskonar gosi í bænum.
Með bestu kveðju,
Guðbjörg Elín

3 ummæli:

  1. Ég held þú fáir nú alveg 1/2 l af gosi í Bónus á um 100 kall flöskuna - en gott hjá Hólakaup að vera ekki að okra á þessu!

    SvaraEyða
  2. Kostar um 220 kr í sjoppum hérna á akranesi

    SvaraEyða
  3. Frábært verð en hann er þá með 15-20% álagningu á gosflöskuna og það hlýtur að teljast einsdæmi. Ég efast um að nokkur rekstur standi undir sér ef álagningin er svo lág. Ég vann lengi í Sjoppu/diner þar sem álagningin var flöt 100% á allar vörur fyrir utan tilboð og slíkt og sú verslun taldist vera frekar ódýr.

    SvaraEyða